Þegar vandræðin verða að grísku drama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2016 09:30 "Þetta er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem alltaf eiga erindi við okkur annað slagið,“ segir Hilmir Snær. Vísir/Ernir Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira