Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2025 08:01 Stefán Mani veltir fyrir sér hvers vegna Þjóðleikhúsið skuli stuðla að aukinni sykurneyslu með sölu á Línu-frostpinnum. Magnús Geir segir slíka markaðssetningu ekki nýja af nálinni en sjálfsagt sé að endurskoða hana. Kjörís/Vísir/Vilhelm Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson furðar sig á nýjum Línu Langsokks-frostpinnum og spyr hvort það sé hlutverk Þjóðleikhússins að „markaðssetja sykurdrullu“. Þjóðleikhússtjóri segir ísinn hluta af almennu kynningarstarfi sem hafi viðgengist um árabil hjá íslenskum leikhúsum. Hann segir þó sjálfsagt að endurskoða slíkt fyrirkomulag. Stefán Máni vakti athygli á frostpinnunum í Facebook-færslu um hádegisbil í gær. „Þessa dagana er verið að auglýsa Línu Langsokk frostpinna, með aðstoð leikara frá Þjóðleikhúsinu þar sem er verið að sýna samnefnt leikrit úr smiðju Astrid Lindgren. Þetta truflar mig á ýmsa vegu,“ skrifar hann í færslunni. Stefán Máni furðar sig á nýjum íspinnum merktum Línu Langsokk.Vísir/Vilhelm Leikkonan Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, sem leikur Línu Langsokk í nýjustu uppsetningu Þjóðleikhússins á sögu Lindgren, prýðir umbúðir frostpinnanna sem eru framleiddir af Kjörís. „Er til dæmis hlutverk Þjóðleikhússins að markaðssetja sykurdrullu og stuðla að aukinni sykurneyslu barna? Það er ekki verið að auglýsa Þjóðleikhúsið eða leikritið (nema mjög óbeint) heldur frostpinna sem heitir eftir frægri sænskri skáldpersónu,“ skrifar Stefán. Hann spyr síðan hvort samningar hafi verið gerðir við erfingja Astridar Lindgren áður en farið var út í þetta samstarf við Kjörís. Ef ekki þá sé um brot á höfundarrétti að ræða en annars spyr hann á hvaða vegferð „arfleifð eins ástsælasta rithöfundar Norðurlanda“ sé. Lína hnykklar vöðvana fyrir framan bæjarbúa.Þjóðleikhúsið Hann tekur fram að gagnrýnin beinist ekki að ísframleiðandanum heldur menningarstofnuninni Þjóðleikhúsinu. „Lína Langsokk er táknmynd styrks, hugrekkis og sjálfstæðis. En er greinilega orðin að peningasjúkum TikTok-trúði sem er í samstarfi við sykurdíler. Hefði ekki verið gáfulegra að fara í samstarf við útgefanda Astrid Lindgren á Íslandi og stuðla að auknum bóklestri?“ spyr hann að lokum. Ekki nýtt af nálinni en megi endurskoða Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir sýningar íslensku leikhúsanna sem byggja á ástsælum persónum, líkt og í tilfelli Línu, hafa verið kynntar með ýmsum hætti. „Í tilviki Línu Langsokks finnum við fyrir gríðarlegum áhuga úr öllum áttum sem birtist meðal annars í því að verslanir víða um land selji alls kyns, Línu-búninga, brúður og annað sem vekur áhuga barna. Það kæmi mér ekki á óvart ef Lína Langsokkur yrði vinsælasta persónan á Öskudeginum síðar í vetur,“ segir hann. Ísinn sé að sögn Magnúsar sambærilegur þeim varningi sem hefur verið seldur í tengslum við barnasýningar leikhúsanna um árabil. Magnús Geir segir leikhúsin hafa staðið fyrir sölu á ís í tengslum við ýmsar barnasýningar gegnum árin. „Leikhúsið fer inn í þetta samstarf núna með sama hætti og hefur verið áður. Það tengist því að halda þessum ástsælu persónum á lofti, þetta er hluti af því án þess að það hafi verið rýnt sérstaklega í þessu tilviki,“ segir Magnús Geir. Keppikefli Þjóðleikhússins sé ætíð að glaðar fjölskyldur streymi út af sýningum um hverja helgi. Hins vegar sé skemmtilegt að persónurnar, sem eru mikið í umræðunni og börnin með hugann við, séu sýnilegar víðar. „Við erum fyrst og fremst með hugann við það að búa til fallega og hjartnæma sýningu sem hrífur gesti okkar og landsmenn flykkjast á. Hluti af því er að fólk viti af henni og svo viljum við gjarnan að þeir sem komi í leikhúsið geti stækkað upplifunina enn frekar með því að njóta tónlistar á streymisveitum eða kaupa sér leikskrá með myndum, bol, brúðu eða jafnvel ís,“ segir Magnús Geir. „Ég skil það sjónarmið sem þarna kemur fram og mér finnst eðlilegt að hugsa það í framhaldinu hvort það eigi að takmarka þetta eitthvað,“ segir hann að lokum. Leikhús Þjóðleikhúsið Ís Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira
Stefán Máni vakti athygli á frostpinnunum í Facebook-færslu um hádegisbil í gær. „Þessa dagana er verið að auglýsa Línu Langsokk frostpinna, með aðstoð leikara frá Þjóðleikhúsinu þar sem er verið að sýna samnefnt leikrit úr smiðju Astrid Lindgren. Þetta truflar mig á ýmsa vegu,“ skrifar hann í færslunni. Stefán Máni furðar sig á nýjum íspinnum merktum Línu Langsokk.Vísir/Vilhelm Leikkonan Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, sem leikur Línu Langsokk í nýjustu uppsetningu Þjóðleikhússins á sögu Lindgren, prýðir umbúðir frostpinnanna sem eru framleiddir af Kjörís. „Er til dæmis hlutverk Þjóðleikhússins að markaðssetja sykurdrullu og stuðla að aukinni sykurneyslu barna? Það er ekki verið að auglýsa Þjóðleikhúsið eða leikritið (nema mjög óbeint) heldur frostpinna sem heitir eftir frægri sænskri skáldpersónu,“ skrifar Stefán. Hann spyr síðan hvort samningar hafi verið gerðir við erfingja Astridar Lindgren áður en farið var út í þetta samstarf við Kjörís. Ef ekki þá sé um brot á höfundarrétti að ræða en annars spyr hann á hvaða vegferð „arfleifð eins ástsælasta rithöfundar Norðurlanda“ sé. Lína hnykklar vöðvana fyrir framan bæjarbúa.Þjóðleikhúsið Hann tekur fram að gagnrýnin beinist ekki að ísframleiðandanum heldur menningarstofnuninni Þjóðleikhúsinu. „Lína Langsokk er táknmynd styrks, hugrekkis og sjálfstæðis. En er greinilega orðin að peningasjúkum TikTok-trúði sem er í samstarfi við sykurdíler. Hefði ekki verið gáfulegra að fara í samstarf við útgefanda Astrid Lindgren á Íslandi og stuðla að auknum bóklestri?“ spyr hann að lokum. Ekki nýtt af nálinni en megi endurskoða Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir sýningar íslensku leikhúsanna sem byggja á ástsælum persónum, líkt og í tilfelli Línu, hafa verið kynntar með ýmsum hætti. „Í tilviki Línu Langsokks finnum við fyrir gríðarlegum áhuga úr öllum áttum sem birtist meðal annars í því að verslanir víða um land selji alls kyns, Línu-búninga, brúður og annað sem vekur áhuga barna. Það kæmi mér ekki á óvart ef Lína Langsokkur yrði vinsælasta persónan á Öskudeginum síðar í vetur,“ segir hann. Ísinn sé að sögn Magnúsar sambærilegur þeim varningi sem hefur verið seldur í tengslum við barnasýningar leikhúsanna um árabil. Magnús Geir segir leikhúsin hafa staðið fyrir sölu á ís í tengslum við ýmsar barnasýningar gegnum árin. „Leikhúsið fer inn í þetta samstarf núna með sama hætti og hefur verið áður. Það tengist því að halda þessum ástsælu persónum á lofti, þetta er hluti af því án þess að það hafi verið rýnt sérstaklega í þessu tilviki,“ segir Magnús Geir. Keppikefli Þjóðleikhússins sé ætíð að glaðar fjölskyldur streymi út af sýningum um hverja helgi. Hins vegar sé skemmtilegt að persónurnar, sem eru mikið í umræðunni og börnin með hugann við, séu sýnilegar víðar. „Við erum fyrst og fremst með hugann við það að búa til fallega og hjartnæma sýningu sem hrífur gesti okkar og landsmenn flykkjast á. Hluti af því er að fólk viti af henni og svo viljum við gjarnan að þeir sem komi í leikhúsið geti stækkað upplifunina enn frekar með því að njóta tónlistar á streymisveitum eða kaupa sér leikskrá með myndum, bol, brúðu eða jafnvel ís,“ segir Magnús Geir. „Ég skil það sjónarmið sem þarna kemur fram og mér finnst eðlilegt að hugsa það í framhaldinu hvort það eigi að takmarka þetta eitthvað,“ segir hann að lokum.
Leikhús Þjóðleikhúsið Ís Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira