Menningarvaktin: Móðgaðir listamenn, frjálsar umræður og menning fyrir fólkið Boði Logason skrifar 16. október 2025 15:18 Símon Birgisson stýrir Menningarvaktinni sem birtist annan hvern fimmtudag í vetur. Vísir/Anton Brink Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. Blaðamaður heyrði hljóðið í Símoni Birgissyni, sem kennir grunnskólabörnum þegar hann er ekki að rýna í nýjustu leikverkin, til að forvitnast út í nýútkomna Menningarvaktina s. Hver er pælingin með Menningarvaktinni? „Hugmyndin kviknaði eiginlega í sumar. Ég hlusta sjálfur mikið á íþróttahlaðvörp og þar er maður alltaf að heyra menn greina og spjalla um síðustu leiki eða umferð í boltanum. Það er í raun ótrúlegt hversu mörg hlaðvörp eru í gangi um sömu fótboltaleikina. Hins vegar er ekki mikið í gangi í menningunni,“ segir Símon. „Jú, þú getur lesið viðtöl við leikstjóra eða plögg um sýningar í fjölmiðlunum en mig langaði að búa til hlaðvarp sem þú vilt hlusta á eftir að hafa séð nýjustu sýninguna í Þjóðleikhúsinu, eða nýju íslensku myndina í bíó.“ Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Hann hafi líka þyrst í vettvang fyrir öðruvísi menningarumræðu, það sem stjórnendur íþróttahlaðvarpa myndu kannski kalla „bransatal“. „Mér finnst ekkert minna spennandi að velta því fyrir mér hver verður næsti óperustjóri heldur en hver verður næsti þjálfari KR,“ segir Símon. Símon fær til sín gesti í hverri viku í vetur til að ræða um menninguna. „Við erum svo með geggjaða penna á Vísi eins og Jónas Sen sem hefur heldur betur hrist upp í umræðunni og Magnús Jochum Pálsson kvikmyndarýni sem þorði meira að segja að gagnrýna þáttaröð eftir Baltasar Kormák. Það er meira pönk og frjálsræði á Vísi en öðrum miðlum sem ég hef unnið hjá og ég vona að það skili sér í Menningarvaktinni. Hvað aðskilur þáttinn frá þeim fjölda menningarþátta sem er á Rúv? „Ég var nú sjálfur á Rúv á sínum tíma í menningarþættinum Djöflaeyjan. Það var metnaðarfullur þáttur en sem dæmi fengum við ekki nema tíu til tólf mínútur í gagnrýnina um leiksýningar. Það er svolítið vandinn á stofnun eins og Rúv – þú þarft að þjónusta alla jafnt og þá nærðu aldrei að gera eitthvað eitt súper vel,“ segir hann. „Á Vísi erum við að skrifa gagnrýni fyrir fólkið en ekki fræðimenn. Það er súper dýrt að fara í leikhús í dag – ég borgaði um 60 þúsund fyrir að fara með alla fjölskylduna mína á Ladda á síðasta ári. Þannig að ég lít á mína gagnrýni sem þjónustu við lesendur. Sumir fara bara í leikhús einu sinni á ári – aðrir oftar en maður verður að vera heiðarlegur, nota stjörnuskalann því annars tekur enginn mark á þessu.“ „Má ekki grínast lengur?“ Umræðan megi heldur ekki verða of fræðileg að mati Símonar. „Það er annað vandamál með fínu menningarþættina. Prófessorar og doktorar í listum eru ekki alltaf skemmtilegustu viðmælendurnir þó þeir hafi fína titla,“ segir hann. Valur Grettisson og Jónas Sen í stúdíóinu. Nú er fyrsti þáttur nýkominn út, hvað var rætt um þar? „Heyrðu, ég fékk Val Grettisson, blaðamann á Heimildinni og Jónas Sen til mín í settið. Ég og Valur höfum þekkst lengi, unnið saman á ýmsum fjölmiðlum og hann hefur skemmtilegt sjónarhorn á leikhúsið. Valur verður vonandi fastur gestur á Menningarvaktinni í vetur,“ segir Símon um gesti sína. „Við fórum yfir hvað hefur slegið í gegn í vetur í leikhúsunum og hvað hefur floppað. Svona stöðutjekk eftir fyrsta leikhluta þar sem Moulin Rouge stendur kannski svolítið uppi sem sigurvegari.“ „Jónas fór svo í bíó og við ræðum um stórmyndina Eldarnir sem er núna í bíó. Margt áhugavert í því samtali, veltum því til dæmis upp hvort myndin sé hreinlega vitlaust markaðssett? Og svo var aðeins komið inn á líf tónlistargagnrýnandans, móðgaða listamenn og sárar söngkonur. Yfirskrift samtalsins gæti í raun verið – má ekki grínast lengur? Við endum svo þáttinn á spjalli um stóra Laxness málið og ráðningu óperustjóra sem gæti orðið umdeild,“ segir hann að lokum. Menning Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tónlist Tónleikar á Íslandi Menningarvaktin Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Fleiri fréttir Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Blaðamaður heyrði hljóðið í Símoni Birgissyni, sem kennir grunnskólabörnum þegar hann er ekki að rýna í nýjustu leikverkin, til að forvitnast út í nýútkomna Menningarvaktina s. Hver er pælingin með Menningarvaktinni? „Hugmyndin kviknaði eiginlega í sumar. Ég hlusta sjálfur mikið á íþróttahlaðvörp og þar er maður alltaf að heyra menn greina og spjalla um síðustu leiki eða umferð í boltanum. Það er í raun ótrúlegt hversu mörg hlaðvörp eru í gangi um sömu fótboltaleikina. Hins vegar er ekki mikið í gangi í menningunni,“ segir Símon. „Jú, þú getur lesið viðtöl við leikstjóra eða plögg um sýningar í fjölmiðlunum en mig langaði að búa til hlaðvarp sem þú vilt hlusta á eftir að hafa séð nýjustu sýninguna í Þjóðleikhúsinu, eða nýju íslensku myndina í bíó.“ Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Hann hafi líka þyrst í vettvang fyrir öðruvísi menningarumræðu, það sem stjórnendur íþróttahlaðvarpa myndu kannski kalla „bransatal“. „Mér finnst ekkert minna spennandi að velta því fyrir mér hver verður næsti óperustjóri heldur en hver verður næsti þjálfari KR,“ segir Símon. Símon fær til sín gesti í hverri viku í vetur til að ræða um menninguna. „Við erum svo með geggjaða penna á Vísi eins og Jónas Sen sem hefur heldur betur hrist upp í umræðunni og Magnús Jochum Pálsson kvikmyndarýni sem þorði meira að segja að gagnrýna þáttaröð eftir Baltasar Kormák. Það er meira pönk og frjálsræði á Vísi en öðrum miðlum sem ég hef unnið hjá og ég vona að það skili sér í Menningarvaktinni. Hvað aðskilur þáttinn frá þeim fjölda menningarþátta sem er á Rúv? „Ég var nú sjálfur á Rúv á sínum tíma í menningarþættinum Djöflaeyjan. Það var metnaðarfullur þáttur en sem dæmi fengum við ekki nema tíu til tólf mínútur í gagnrýnina um leiksýningar. Það er svolítið vandinn á stofnun eins og Rúv – þú þarft að þjónusta alla jafnt og þá nærðu aldrei að gera eitthvað eitt súper vel,“ segir hann. „Á Vísi erum við að skrifa gagnrýni fyrir fólkið en ekki fræðimenn. Það er súper dýrt að fara í leikhús í dag – ég borgaði um 60 þúsund fyrir að fara með alla fjölskylduna mína á Ladda á síðasta ári. Þannig að ég lít á mína gagnrýni sem þjónustu við lesendur. Sumir fara bara í leikhús einu sinni á ári – aðrir oftar en maður verður að vera heiðarlegur, nota stjörnuskalann því annars tekur enginn mark á þessu.“ „Má ekki grínast lengur?“ Umræðan megi heldur ekki verða of fræðileg að mati Símonar. „Það er annað vandamál með fínu menningarþættina. Prófessorar og doktorar í listum eru ekki alltaf skemmtilegustu viðmælendurnir þó þeir hafi fína titla,“ segir hann. Valur Grettisson og Jónas Sen í stúdíóinu. Nú er fyrsti þáttur nýkominn út, hvað var rætt um þar? „Heyrðu, ég fékk Val Grettisson, blaðamann á Heimildinni og Jónas Sen til mín í settið. Ég og Valur höfum þekkst lengi, unnið saman á ýmsum fjölmiðlum og hann hefur skemmtilegt sjónarhorn á leikhúsið. Valur verður vonandi fastur gestur á Menningarvaktinni í vetur,“ segir Símon um gesti sína. „Við fórum yfir hvað hefur slegið í gegn í vetur í leikhúsunum og hvað hefur floppað. Svona stöðutjekk eftir fyrsta leikhluta þar sem Moulin Rouge stendur kannski svolítið uppi sem sigurvegari.“ „Jónas fór svo í bíó og við ræðum um stórmyndina Eldarnir sem er núna í bíó. Margt áhugavert í því samtali, veltum því til dæmis upp hvort myndin sé hreinlega vitlaust markaðssett? Og svo var aðeins komið inn á líf tónlistargagnrýnandans, móðgaða listamenn og sárar söngkonur. Yfirskrift samtalsins gæti í raun verið – má ekki grínast lengur? Við endum svo þáttinn á spjalli um stóra Laxness málið og ráðningu óperustjóra sem gæti orðið umdeild,“ segir hann að lokum.
Menning Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tónlist Tónleikar á Íslandi Menningarvaktin Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Fleiri fréttir Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira