Gæslan kvaddi goðsögn í lifanda lífi Una Sighvatsdóttir skrifar 30. september 2016 21:00 Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað í dag þegar Benóný Ásgrímssyni var komið á óvart við lendingu eftir hans síðasta þyrluflug. Benóný er 65 ára í dag og á að baki um 35 þúsund flugferðir á farsælum ferli, en tilviljun réði því að hann hóf fyrst störf hjá gæslunni. „Það var fyrir 50 árum síðan, þegar ég var sendisveinn hjá Ellingsen og þá hitti ég einn yfirmann á varðskipi og hann spurði mig hvort ég gæti komið út á sjó eftir 3 klukkutíma. Eftir það var framtíðin ráðin hjá mér," segir Benóný. Hefur bjargað fjölda mannslífa Þessi örlagadagur fyrir 50 árum reyndist líka gæfuspor fyrir íslensku þjóðina því Benóný er reynslumesti flugstjóri landsins, og þótt víðar væri leitað, í leitar- og björgunarflugi. Hann segist oft hafa verið hræddur en, hann notið starfsins alla tíð. „Sérstaklega held ég að það sé þakklætið og hvatningin við þakklætið sem verður ef manni tekst að hjálpa einhverjum, ég tala nú ekki um ef manni tekst að bjarga mannslífi. Þá er það svo mikið gefandi að það er alveg drifkrafturinn fyrir mann, þótt það hlaðist upp bólstraský annað slagið hjá manni." Kyssti björgunarþyrluna í kveðjuskyni Hann hefur þó enga tölu á því hversu mörgum mannslífum hann hefur bjargað gegnum tíðina og segir það ekki skipta neinu máli. „Enda lít ég á þetta bara sem vinnuna mína. Ég hef aldrei þurft að hafa neina tölu sérstaklega á því." Benóný skilur sáttur við en hann leyfði sér smá tilfinningasemi þegar hann steig frá borði og smellti kossi á björgunarþyrluna sem hann segir hafa reynst sér vel. Stýrimaður í tveimur þorskastríðum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það ekki orðum aukið að segja Benóný hetju og goðsögn í lifanda lífi. „Hann hefur komið við í öllum deildum landhelgisgæslunnar til sjós og lands, verið stýrimaður í tveimur þorskastríðum, verið flugstjóri á þyrlum og flugvél hér heima og víða um heim, þannig að það er full ástæða til að kveðja svona sómamenn með bravúr." Stjúpdóttirin aðstoðarflugmaður í síðustu ferðinni Og næsta kynslóð er þegar tekin við því stjúpdóttir Benónýs, Brynhildur Ásta Bjartmarz, er einnig þyrluflugmaður. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kom stjúpföður sínum á óvart í dag og flaug með honum síðasta flugið. Brynhildur segir forréttindi að hafa fengið að fljúga með honum og læra af honum, en segist þó ekki ætla að reyna að feta í hans fótspor. „Það sem maður getur gert er að hafa hann sem fyrirmynd og gera sitt besta. Það fer enginn í hans fótspor held ég." Fréttir af flugi Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tímamót Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað í dag þegar Benóný Ásgrímssyni var komið á óvart við lendingu eftir hans síðasta þyrluflug. Benóný er 65 ára í dag og á að baki um 35 þúsund flugferðir á farsælum ferli, en tilviljun réði því að hann hóf fyrst störf hjá gæslunni. „Það var fyrir 50 árum síðan, þegar ég var sendisveinn hjá Ellingsen og þá hitti ég einn yfirmann á varðskipi og hann spurði mig hvort ég gæti komið út á sjó eftir 3 klukkutíma. Eftir það var framtíðin ráðin hjá mér," segir Benóný. Hefur bjargað fjölda mannslífa Þessi örlagadagur fyrir 50 árum reyndist líka gæfuspor fyrir íslensku þjóðina því Benóný er reynslumesti flugstjóri landsins, og þótt víðar væri leitað, í leitar- og björgunarflugi. Hann segist oft hafa verið hræddur en, hann notið starfsins alla tíð. „Sérstaklega held ég að það sé þakklætið og hvatningin við þakklætið sem verður ef manni tekst að hjálpa einhverjum, ég tala nú ekki um ef manni tekst að bjarga mannslífi. Þá er það svo mikið gefandi að það er alveg drifkrafturinn fyrir mann, þótt það hlaðist upp bólstraský annað slagið hjá manni." Kyssti björgunarþyrluna í kveðjuskyni Hann hefur þó enga tölu á því hversu mörgum mannslífum hann hefur bjargað gegnum tíðina og segir það ekki skipta neinu máli. „Enda lít ég á þetta bara sem vinnuna mína. Ég hef aldrei þurft að hafa neina tölu sérstaklega á því." Benóný skilur sáttur við en hann leyfði sér smá tilfinningasemi þegar hann steig frá borði og smellti kossi á björgunarþyrluna sem hann segir hafa reynst sér vel. Stýrimaður í tveimur þorskastríðum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það ekki orðum aukið að segja Benóný hetju og goðsögn í lifanda lífi. „Hann hefur komið við í öllum deildum landhelgisgæslunnar til sjós og lands, verið stýrimaður í tveimur þorskastríðum, verið flugstjóri á þyrlum og flugvél hér heima og víða um heim, þannig að það er full ástæða til að kveðja svona sómamenn með bravúr." Stjúpdóttirin aðstoðarflugmaður í síðustu ferðinni Og næsta kynslóð er þegar tekin við því stjúpdóttir Benónýs, Brynhildur Ásta Bjartmarz, er einnig þyrluflugmaður. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kom stjúpföður sínum á óvart í dag og flaug með honum síðasta flugið. Brynhildur segir forréttindi að hafa fengið að fljúga með honum og læra af honum, en segist þó ekki ætla að reyna að feta í hans fótspor. „Það sem maður getur gert er að hafa hann sem fyrirmynd og gera sitt besta. Það fer enginn í hans fótspor held ég."
Fréttir af flugi Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tímamót Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent