Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Snærós Sindradóttir skrifar 20. september 2016 07:00 Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Ögmundur Jónasson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Elín Hirst í þingsal. Brynjar segir mikið álag vera á Efnahags- og viðskiptanefnd og tvísýnt með verðtryggingarfrumvarpið enda ekki sætti um það á milli stjórnarflokkanna. vísir/anton brink Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18