Fyrrverandi ráðherrar mæta verr í atkvæðagreiðslur eftir afsögn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/ernir Össur Skarphéðinsson er sá þingmaður sem oftast hefur verið fjarverandi við atkvæðagreiðslur á stöku þingi. Á 143. þingi, 2013-2014, voru óútskýrðar fjarvistir Össurar í atkvæðagreiðslum 625 talsins eða í 72,5 prósent tilfella.Össkur Skarphéðinssonvísir/vilhelmAð öllu jöfnu eru ráðherrar oftar fjarverandi en hinn almenni þingmaður en fjarvistir ráðherra eru að auki oftar tilkynntar. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér embætti á kjörtímabilinu en eftir að þeir sögðu af sér fjölgaði óútskýrðum fjarverum þeirra. Óútskýrð fjarvera Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, var 136 skipti árið 2013-14 en rúmlega tvöfalt fleiri á næsta þingi, alls 346. Það sem af er þinginu nú hefur hann verið fjarverandi í 618 skipti en þar af 501 sinni á árinu 2016. Hann hefur ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu frá 8. júní síðastliðnum, þegar lögbann var sett á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra, og ekki tekið til máls frá 8. apríl en þá var vantraust á sitjandi ríkisstjórn rætt. Fjarvera Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, fylgir svipuðu munstri þó hún sé oftar viðstödd. Þingið 2013-14 var hún fjarverandi í 54 skipti, 93 skipti þingið 2014-15 og hefur verið fjarverandi 212 sinnum á yfirstandandi þingi. Átta ráðherrar eiga einnig sæti á þingi en meðal óútskýrð fjarvera þeirra á kjörtímabilinu er 619 skipti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er sá ráðherra sem oftast hefur verið fjarverandi eða í 916 skipti en Sigurður Ingi Jóhannsson fylgir á hæla hennar með 895 skipti. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er sá ráðherra sem sjaldnast hefur verið fjarverandi, 255 sinnum. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, tilkynnir sjaldnast um fjarvistir af ráðherrunum. Ellefu þingmenn mæta sjaldnar í atkvæðagreiðslur en meðalráðherrann. Auk þeirra fimm, sem sjaldnast mæta, ræðir þar um Kristján Möller (729), Árna Pál Árnason(815), Jón Gunnarsson (910), Guðlaug Þór Þórðarsson (713), Höskuld Þórhallsson (867) og Sigríði Ingibjörg Ingadóttur (889). Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson eða Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarmaður fjarri fjárlagaumræðu til að elta fé Höskuldur Þórhallsson er staddur í leitum á Norðurlandi í augnablikinu. 11. september 2015 16:30 Samfylkingarþingmenn skrópa oftast og karlarnir latari að mæta en konurnar Úttekt Fréttablaðsins á atkvæðaskrá þingmanna sýnir að þingkonur eru oftar viðstaddar atkvæðagreiðslur heldur en starfsbræður þeirra og landsbyggðarþingmenn mæta betur en þingmenn höfuðborgarsvæðisins. 19. september 2016 06:00 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson er sá þingmaður sem oftast hefur verið fjarverandi við atkvæðagreiðslur á stöku þingi. Á 143. þingi, 2013-2014, voru óútskýrðar fjarvistir Össurar í atkvæðagreiðslum 625 talsins eða í 72,5 prósent tilfella.Össkur Skarphéðinssonvísir/vilhelmAð öllu jöfnu eru ráðherrar oftar fjarverandi en hinn almenni þingmaður en fjarvistir ráðherra eru að auki oftar tilkynntar. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér embætti á kjörtímabilinu en eftir að þeir sögðu af sér fjölgaði óútskýrðum fjarverum þeirra. Óútskýrð fjarvera Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, var 136 skipti árið 2013-14 en rúmlega tvöfalt fleiri á næsta þingi, alls 346. Það sem af er þinginu nú hefur hann verið fjarverandi í 618 skipti en þar af 501 sinni á árinu 2016. Hann hefur ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu frá 8. júní síðastliðnum, þegar lögbann var sett á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra, og ekki tekið til máls frá 8. apríl en þá var vantraust á sitjandi ríkisstjórn rætt. Fjarvera Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, fylgir svipuðu munstri þó hún sé oftar viðstödd. Þingið 2013-14 var hún fjarverandi í 54 skipti, 93 skipti þingið 2014-15 og hefur verið fjarverandi 212 sinnum á yfirstandandi þingi. Átta ráðherrar eiga einnig sæti á þingi en meðal óútskýrð fjarvera þeirra á kjörtímabilinu er 619 skipti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er sá ráðherra sem oftast hefur verið fjarverandi eða í 916 skipti en Sigurður Ingi Jóhannsson fylgir á hæla hennar með 895 skipti. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er sá ráðherra sem sjaldnast hefur verið fjarverandi, 255 sinnum. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, tilkynnir sjaldnast um fjarvistir af ráðherrunum. Ellefu þingmenn mæta sjaldnar í atkvæðagreiðslur en meðalráðherrann. Auk þeirra fimm, sem sjaldnast mæta, ræðir þar um Kristján Möller (729), Árna Pál Árnason(815), Jón Gunnarsson (910), Guðlaug Þór Þórðarsson (713), Höskuld Þórhallsson (867) og Sigríði Ingibjörg Ingadóttur (889). Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson eða Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarmaður fjarri fjárlagaumræðu til að elta fé Höskuldur Þórhallsson er staddur í leitum á Norðurlandi í augnablikinu. 11. september 2015 16:30 Samfylkingarþingmenn skrópa oftast og karlarnir latari að mæta en konurnar Úttekt Fréttablaðsins á atkvæðaskrá þingmanna sýnir að þingkonur eru oftar viðstaddar atkvæðagreiðslur heldur en starfsbræður þeirra og landsbyggðarþingmenn mæta betur en þingmenn höfuðborgarsvæðisins. 19. september 2016 06:00 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Framsóknarmaður fjarri fjárlagaumræðu til að elta fé Höskuldur Þórhallsson er staddur í leitum á Norðurlandi í augnablikinu. 11. september 2015 16:30
Samfylkingarþingmenn skrópa oftast og karlarnir latari að mæta en konurnar Úttekt Fréttablaðsins á atkvæðaskrá þingmanna sýnir að þingkonur eru oftar viðstaddar atkvæðagreiðslur heldur en starfsbræður þeirra og landsbyggðarþingmenn mæta betur en þingmenn höfuðborgarsvæðisins. 19. september 2016 06:00
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38