Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2016 20:15 Forsætisráðherra las forsetabréf á Alþingi í dag um þingrof og kosningar hinn 29. október næstkomandi. Nokkur stór mál bíða afgreiðslu þingsins og því gætu þingstörfin dregist mjög nálægt kosningum ef ekki verður sátt um afgreiðslu þeirra. Þetta þýðir að kosið verður eftir 39 daga. Þetta þýðir hins vegar ekki að Alþingi láti af störfum því þingmenn halda umboði sínu fram á kjördag. Framboðsfrestur rennur út eftir 24 daga, eða á hádegi hinn 15. október. 22 þingmenn hafa ákveðið að hætta á þingi eða hafa orðið undir í prófkjörum að undanförnu, þar af allmargir stjórnarþingmenn. Nokkur stór og viðamikil mál bíða afgreiðslu á Alþingi fyrir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist vona að þau nái fram að ganga. „Eins og að jafnan í aðdraganda kosninga geri ég þó ráð fyrir að þingfundum verði frestað með hæfilegum fyrirvara fyrir kjördag, samanber starfsáætlun Alþingis og önnur fordæmi. Enda hafi Alþingi þá náð að ljúka afgreiðslu þeirra mála sem liggja hér fyrir,“ sagði forsætisráðherra þegar hann tilkynnti þingrofið í dag. Hvort sem það verður Sigurður Ingi eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem leiða Framsóknarflokkinn eftir kosningar verður það án þeirra sjö af nítján þingmönnum flokksins sem hafa ákveðið að hætta á þingi eða hafa fallið í prófkjöri. Þá hverfa að minnsta kosti fjórir af níu núverandi þingmönnum Samfylkingarinnar af þingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður flokksins, minnti á það á þingi í dag hvers vegna verði kosið í næsta mánuði.Kosningum flýtt vegna hneykslismála aðmati stjórnarandstöðu„Við skulum ekki gleyma því hvers vegna kosningar eru haldnar fyrr en áætlað var. Við skulum ekki gleyma því að kjörtímabilið er stytt um eitt þing vegna hneykslismála,“ sagði Oddný. Hjá Vinstri grænum hefur aðeins einn af þingmönnum flokksins ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir kosningum flýtt vegna þess að fyrrverandi forsætisráðherra hafi sagt þingi og þjóð ósatt um fjárhagslega stöðu fjölskyldu sinnar. „Og í raun má segja að sú afhjúpun hafi afhjúpað fyrir landsmönnum öllum þá kerfislegu mismunun sem við búum við í þessu samfélagi. Þar sem hinir fáu efnameiri geta nýtt sér sína stöðu til að hagnast enn meira,“ sagði Katrín. Björt framtíð berst fyrir lífi sínu í komandi kosningum en helmingur núverandi þingflokks býður sig ekki fram aftur. Óttar Proppe, formaður flokksins, segir íslensk stjórnmál hafa verið í spennitreyju í marga mánuði eftir afsögn Sigmundar Davíðs. „Þar sem öll umræða virðist fjalla meira um einstaklinga og stöðu þeirra í pólitíkinni heldur en um málefni almennings en það sem stjórnmálin eiga að fjalla um,“ segir Óttarr.Kosningasigur Pírata í spilunumEinn þriggja þingmanna Pírata hættir á þingi en þeir eru sá flokkur sem kannanir benda til að geti unnið stærsta sigurinn í komandi kosningum. Birgitta Jónsdóttir efast um að þingið nái að afgreiða stór mál eins og breytingar á lífeyrislögum fyrir kosningar. „Hér urðu stærstu mótmæli Íslandssögunnar eftir að þjóðin var algerlega niðurlægð á alþjóðavettvangi, enn og aftur, vegna ráðamanna landsins,“ sagði Birgitta um stöðuna fyrir kosningar. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins mæta ekki aftur til þings að loknum kosningum. Þeirra á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður. „Og við göngum til kosninga til að laða fólk að þeim flokkum, áherslum og hugmyndafræði sem við stöndum fyrir. Þannig verður kosningabaráttan,“ sagði Ragnheiður. Mjög mikil endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi í fernum kosningum allt frá árinu 2003 og öruggt að sú þróun heldur áfram. En þótt ljóst sé að 22 þingmenn yfirgefi þingsæti sín í næstu kosningum, gætu breytingarnar orðið enn meiri. Skoðanakannanir benda til hreyfingar á fylgi flokkanna og því gætu enn fleiri þingmenn horfið af þingi.Uppfært: Þegar þessi frétt var gerð var mistalið hversu margir þingmenn Framsóknarflokksins ætla að hætta á þingi eftir næstu kosningar. Þar gleymdist að telja þau Þorstein Sæmundsson og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttir. Á myndinni hér við hliðina sést hvaða þingmenn Framsóknar eru á leið af þingi. Í heildina eru því 24 þingmenn að láta af þingstörum, eða um 38 % þeirra þingmanna sem nú sitja á Alþingi. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Forsætisráðherra las forsetabréf á Alþingi í dag um þingrof og kosningar hinn 29. október næstkomandi. Nokkur stór mál bíða afgreiðslu þingsins og því gætu þingstörfin dregist mjög nálægt kosningum ef ekki verður sátt um afgreiðslu þeirra. Þetta þýðir að kosið verður eftir 39 daga. Þetta þýðir hins vegar ekki að Alþingi láti af störfum því þingmenn halda umboði sínu fram á kjördag. Framboðsfrestur rennur út eftir 24 daga, eða á hádegi hinn 15. október. 22 þingmenn hafa ákveðið að hætta á þingi eða hafa orðið undir í prófkjörum að undanförnu, þar af allmargir stjórnarþingmenn. Nokkur stór og viðamikil mál bíða afgreiðslu á Alþingi fyrir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist vona að þau nái fram að ganga. „Eins og að jafnan í aðdraganda kosninga geri ég þó ráð fyrir að þingfundum verði frestað með hæfilegum fyrirvara fyrir kjördag, samanber starfsáætlun Alþingis og önnur fordæmi. Enda hafi Alþingi þá náð að ljúka afgreiðslu þeirra mála sem liggja hér fyrir,“ sagði forsætisráðherra þegar hann tilkynnti þingrofið í dag. Hvort sem það verður Sigurður Ingi eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem leiða Framsóknarflokkinn eftir kosningar verður það án þeirra sjö af nítján þingmönnum flokksins sem hafa ákveðið að hætta á þingi eða hafa fallið í prófkjöri. Þá hverfa að minnsta kosti fjórir af níu núverandi þingmönnum Samfylkingarinnar af þingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður flokksins, minnti á það á þingi í dag hvers vegna verði kosið í næsta mánuði.Kosningum flýtt vegna hneykslismála aðmati stjórnarandstöðu„Við skulum ekki gleyma því hvers vegna kosningar eru haldnar fyrr en áætlað var. Við skulum ekki gleyma því að kjörtímabilið er stytt um eitt þing vegna hneykslismála,“ sagði Oddný. Hjá Vinstri grænum hefur aðeins einn af þingmönnum flokksins ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir kosningum flýtt vegna þess að fyrrverandi forsætisráðherra hafi sagt þingi og þjóð ósatt um fjárhagslega stöðu fjölskyldu sinnar. „Og í raun má segja að sú afhjúpun hafi afhjúpað fyrir landsmönnum öllum þá kerfislegu mismunun sem við búum við í þessu samfélagi. Þar sem hinir fáu efnameiri geta nýtt sér sína stöðu til að hagnast enn meira,“ sagði Katrín. Björt framtíð berst fyrir lífi sínu í komandi kosningum en helmingur núverandi þingflokks býður sig ekki fram aftur. Óttar Proppe, formaður flokksins, segir íslensk stjórnmál hafa verið í spennitreyju í marga mánuði eftir afsögn Sigmundar Davíðs. „Þar sem öll umræða virðist fjalla meira um einstaklinga og stöðu þeirra í pólitíkinni heldur en um málefni almennings en það sem stjórnmálin eiga að fjalla um,“ segir Óttarr.Kosningasigur Pírata í spilunumEinn þriggja þingmanna Pírata hættir á þingi en þeir eru sá flokkur sem kannanir benda til að geti unnið stærsta sigurinn í komandi kosningum. Birgitta Jónsdóttir efast um að þingið nái að afgreiða stór mál eins og breytingar á lífeyrislögum fyrir kosningar. „Hér urðu stærstu mótmæli Íslandssögunnar eftir að þjóðin var algerlega niðurlægð á alþjóðavettvangi, enn og aftur, vegna ráðamanna landsins,“ sagði Birgitta um stöðuna fyrir kosningar. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins mæta ekki aftur til þings að loknum kosningum. Þeirra á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður. „Og við göngum til kosninga til að laða fólk að þeim flokkum, áherslum og hugmyndafræði sem við stöndum fyrir. Þannig verður kosningabaráttan,“ sagði Ragnheiður. Mjög mikil endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi í fernum kosningum allt frá árinu 2003 og öruggt að sú þróun heldur áfram. En þótt ljóst sé að 22 þingmenn yfirgefi þingsæti sín í næstu kosningum, gætu breytingarnar orðið enn meiri. Skoðanakannanir benda til hreyfingar á fylgi flokkanna og því gætu enn fleiri þingmenn horfið af þingi.Uppfært: Þegar þessi frétt var gerð var mistalið hversu margir þingmenn Framsóknarflokksins ætla að hætta á þingi eftir næstu kosningar. Þar gleymdist að telja þau Þorstein Sæmundsson og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttir. Á myndinni hér við hliðina sést hvaða þingmenn Framsóknar eru á leið af þingi. Í heildina eru því 24 þingmenn að láta af þingstörum, eða um 38 % þeirra þingmanna sem nú sitja á Alþingi.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira