Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:08 Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið. Alþingi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið.
Alþingi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira