Segir Ögmund vera verkkvíðinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson „Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudaginn. „Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á til samanburðar erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrifuðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur.Ögmundur JónassonVigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verkkvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðsmann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrrverandi ráðherra úr þessari ríkisstjórn tekur það ekki upp.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira
„Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudaginn. „Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á til samanburðar erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrifuðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur.Ögmundur JónassonVigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verkkvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðsmann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrrverandi ráðherra úr þessari ríkisstjórn tekur það ekki upp.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira