Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2016 15:47 Frá kynningu nefndarinnar í morgun. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands. MH17 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands.
MH17 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira