Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2016 15:47 Frá kynningu nefndarinnar í morgun. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands. MH17 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands.
MH17 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira