Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2016 15:47 Frá kynningu nefndarinnar í morgun. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands. MH17 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands.
MH17 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira