Vildu þeir Lilju kveðið hafa Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 14. september 2016 09:46 Hinn 10. september var ákveðið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að boða til flokksþings þann 1. og 2. október næst komandi. Er þá ljóst að formaður flokksins verður kosinn og stefnumál mörkuð fyrir næstu alþingiskosningar. Væringar innan stjórnmálaflokka síðustu ára hafa sýnt, að tíð formannsskipti eru síður en svo leið til að skapa trúverðugleika og traust gagnvart kjósendum. Kemur það til vegna þess að festa og trúverðugleiki í stjórnmálum haldast jafnan í hendur, og ef innanflokksátök eru dregin á opinberan vettvang, er það til þess fallið að skaða stjórnmálin enn frekar. Innanflokksátök og valdabarátta innan flokks á heima á vettvangi flokksins þar sem lýðræðislegir verkferlar eru virtir. Það sem skapar traust í stjórnmálum er fyrst og fremst árangur við pólitíska stefnumótun og framkvæmd, og að kjörnir fulltrúar séu stöðugir og taki vindinn í fangið þegar á móti blæs. Nú hefur komið í ljós að árásir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna Panamaskjalanna, var öðru fremur byggð á sviksemi og óheiðarlegum vinnubrögðum Kastljóss og blaðamanna Reykjavík Media. Engar af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á Sigmund hafa átt við rök að styðjast, og má segja fullum fetum, að Sigmundur hafi þurft að stíga til hliðar sem forsætisráðherra á grundvelli ósanninda og óheilinda tiltekinna blaðamanna. Á grundvelli þeirrar atburðarrásar, hafa andstæðingar Sigmundar brotið hefðir innan Framsóknarflokksins og dregið vopn sín úr slíðrum á opinberum vettvangi, í stað þess að treysta á reglur lýðræðis innan flokksins. Ljóst má vera að andstæðingar Sigmundar gera það ekki til að auka trúverðugleika flokksins, heldur til að koma sér og sínum til valda og áhrifa. Framganga þeirra hefur þegar skaðað trúverðugleika flokksins. Afrek Sigmundar Davíðs á sviði efnamagsmála eru bæði merk og ótvíræð, og má á framgöngu anstæðinga Sigmundar sjá, að jafnvel þeir viðurkenna glæsilegan árangur hans í starfi formanns Framsóknarflokksins. Má á málflutningi þeirra ráða að óheiðarleg vinnubrögð blaðamanna þoki þeim árangri til hliðar þegar trúverðugleiki og traust gagnvart kjósendum er metinn. Er sú afstaða fráleidd í mínum huga og lykta nú væringar innan flokksins af valdabrölti fremur en að hagsmunir flokks og þjóðar séu höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að árétta að lítill sómi og trúverðugleiki er í því fólginn að komast til valda og áhrifa á grundvelli árangurs þess fulltrúa sem verið er að reyna að koma frá völdum. Ef svo ólíklega vill til að Sigmundur verður felldur á næsta flokksþingi, mun öllum vera það ljóst, að árangur flokksins er ekki þeim formanni að þakka. Hafi flokksmenn hagsmuni flokks og þjóðar að leiðarljósi, mun Sigmundur Davíð leiða Framsóknarflokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar.Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 10. september var ákveðið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að boða til flokksþings þann 1. og 2. október næst komandi. Er þá ljóst að formaður flokksins verður kosinn og stefnumál mörkuð fyrir næstu alþingiskosningar. Væringar innan stjórnmálaflokka síðustu ára hafa sýnt, að tíð formannsskipti eru síður en svo leið til að skapa trúverðugleika og traust gagnvart kjósendum. Kemur það til vegna þess að festa og trúverðugleiki í stjórnmálum haldast jafnan í hendur, og ef innanflokksátök eru dregin á opinberan vettvang, er það til þess fallið að skaða stjórnmálin enn frekar. Innanflokksátök og valdabarátta innan flokks á heima á vettvangi flokksins þar sem lýðræðislegir verkferlar eru virtir. Það sem skapar traust í stjórnmálum er fyrst og fremst árangur við pólitíska stefnumótun og framkvæmd, og að kjörnir fulltrúar séu stöðugir og taki vindinn í fangið þegar á móti blæs. Nú hefur komið í ljós að árásir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna Panamaskjalanna, var öðru fremur byggð á sviksemi og óheiðarlegum vinnubrögðum Kastljóss og blaðamanna Reykjavík Media. Engar af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á Sigmund hafa átt við rök að styðjast, og má segja fullum fetum, að Sigmundur hafi þurft að stíga til hliðar sem forsætisráðherra á grundvelli ósanninda og óheilinda tiltekinna blaðamanna. Á grundvelli þeirrar atburðarrásar, hafa andstæðingar Sigmundar brotið hefðir innan Framsóknarflokksins og dregið vopn sín úr slíðrum á opinberum vettvangi, í stað þess að treysta á reglur lýðræðis innan flokksins. Ljóst má vera að andstæðingar Sigmundar gera það ekki til að auka trúverðugleika flokksins, heldur til að koma sér og sínum til valda og áhrifa. Framganga þeirra hefur þegar skaðað trúverðugleika flokksins. Afrek Sigmundar Davíðs á sviði efnamagsmála eru bæði merk og ótvíræð, og má á framgöngu anstæðinga Sigmundar sjá, að jafnvel þeir viðurkenna glæsilegan árangur hans í starfi formanns Framsóknarflokksins. Má á málflutningi þeirra ráða að óheiðarleg vinnubrögð blaðamanna þoki þeim árangri til hliðar þegar trúverðugleiki og traust gagnvart kjósendum er metinn. Er sú afstaða fráleidd í mínum huga og lykta nú væringar innan flokksins af valdabrölti fremur en að hagsmunir flokks og þjóðar séu höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að árétta að lítill sómi og trúverðugleiki er í því fólginn að komast til valda og áhrifa á grundvelli árangurs þess fulltrúa sem verið er að reyna að koma frá völdum. Ef svo ólíklega vill til að Sigmundur verður felldur á næsta flokksþingi, mun öllum vera það ljóst, að árangur flokksins er ekki þeim formanni að þakka. Hafi flokksmenn hagsmuni flokks og þjóðar að leiðarljósi, mun Sigmundur Davíð leiða Framsóknarflokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar.Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun