Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 15:21 Forseti Íslands var gestur fréttastofu Channel 4 í Bretlandi. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent