Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman við heimili Guðna Th. og Elizu Reid til að fagna nýjum forsetahjónum í gær. VÍSIR/Anton Brink Þriggja ára stúlka, berleggja í stígvélum, vappar um heimili sitt á Seltjarnarnesi á sunnudagsmorgni. Úfin um hárið spjallar hún við ömmu sína sem komin er frá Kanada til að styðja dóttur sína og tengdason. Ekkert bendir til þess að stúlkunni finnist skrýtið að eftir rúman mánuð flytji hún á Bessastaði og verði dóttir forseta Íslands. Enda hyggjast foreldrarnir setja hana og bræður hennar í fyrsta sæti meðfram því að sinna hlutverki forseta Íslands og forsetafrúar. Móðir hennar, Eliza Reid, er líka úfin. „Konur sem hafa gengið með barn skilja hvað ég er að ganga í gegnum. Ég er mjög þreytt en samt ofboðslega glöð. Og allt er breytt,“ segir Eliza og Guðni tekur undir. „Allt er breytt.“Guðni sér fram á erfiðar stjórnarmyndunarviðræður í haustVísir/Anton Brink Guðni vill samt sem minnst gera úr þreytunni. „Ég vildi þetta. Ég sóttist eftir þessu og kvarta ekki undan neinu. Nú tekur við nýr kafli þar sem vantar ekki áskoranir og annasama daga. Í embætti verð ég að sameina þetta tvennt, annasama daga og skyldur gangvart fjölskyldu og börnum.“Óvinsælar ákvarðanir handan við horniðFyrir liggur að kosið verði til Alþingis í haust. Það verður því í höndum nýs forseta að veita stjórnarmyndunarumboð. „Miðað við skoðanakannanir, þótt atburðir síðustu daga sýni að þeim ber ekki að treysta til fulls, bendir allt til þess að ríkisstjórnin missi sinn meirihluta og verði að biðjast lausnar. Þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn og aftur eru teikn á lofti um það að fylgið muni skiptast jafnt og dreifast víða. Og þá liggur í hlutaris eðli að það gæti reynst snúið að mynda nýja ríkisstjórn,“ segir Guðni. Helsta fordæmið séu Alþingiskosningar 1987 þar sem ekki var hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreita sig við myndun ríkisstjórnar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans.“ Guðni segist gera sér grein fyrir því að hann gæti skapað sér óvinsældir strax með þeirri ákvörðun að veita stærsta flokknum ekki stjórnarmyndunarumboð. „Ég geri mér líka grein fyrir því að ég þarf að læra. Allir forsetar hafa þurft tíma til að fóta sig, læra inn á embættið og það gerir verkið kannski ekki auðveldara að hefja leikinn á því sem gæti reynst snúið stjórnarmyndunarþref. En kannski fer það svo að flokkarnir nái fljótt og örugglega að koma sér saman um einhverskonar ríkisstjórn. Þannig að ég geng bjartsýnn og glaður til þess leiks, geri mér grein fyrir því að það gæti reynt á mig, en á hinn bóginn gæti líka farið svo að ég verði að mestu leyti áhorfandi.“Við hyllingu nýs forseta í garðinum hans á Seltjarnarnesi í gærVÍSIR/Anton BrinkÁfangasigrar um stjórnarskráGuðni horfir fjögur ár fram í tímann, eða fram að næstu kosningum. Hann hefur þó sagt að hann muni ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil, tólf ár. Erfitt sé að segja til um hvað gerist í íslenskum stjórnmálum á næstu fjórum árum og hvort ný stjórnarskrá, sem mikið var rædd í kosningabaráttunni, verði að veruleika. „Við þurfum að halda áfram að ræða um stjórnarskrána og að mínu viti væri æskilegt að við næðum einhverjum áfangasigrum eða málamiðlunum sem landsmenn yrði sæmilega sáttir við. En hér er frumkvæðið í höndum kjósenda sem velja sér fulltrúa á Alþingi og þeir ákveða síðan næstu skref. Nú göngum við til þingkosninga og vilji fólkið í landinu nýja stjórnarskrá eða takmarkaðar breytingar á stjórnarskránni þá kýs það flokka sem berjast fyrir þeim breytingum.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram síðla árs 2012. Þjóðin samþykkti þá með afgerandi meirihluta að byggja nýja stjórnarskrá á frumvarpi stjórnlagaráðs en kjörsókn var dræm og náði aðeins 50 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum og Kraganum. „Það reyndist ekki meirihluti á þingi fyrir því að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Úrslit þingkosninganna 2013 sýndu að enn minnkaði þá stuðningur við tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Það var hinn pólitíski veruleiki. Hinsvegar getum við horft fram á veg og látið kjósendur og þingmenn og forseta að því leyti sem hann kemur að málinu, samþykkja breytingar að stjórnarskrá. En það verður að koma í ljós hvað fólkið í landinu vill og hvernig sá vilji er látinn í ljós á þinginu því þannig breytum við stjórnarskrá.“Múgur og margmenni hyllti Guðna og bar börn hans augu í gær, á afmælisdegi hins nýja forseta.vísir/Anton brinkNútímavæddir en virðulegir BessastaðirGuðni var gagnrýndur fyrir afstöðuleysi í kosningabaráttunni. Hann segir enda að markmiðið sé að forseti standi utan fylkinga og berjist ekki fyrir einu umfram annað. „Nema þegar við erum að tala um hluti sem breið samstaða og eining er um. Við höfum talað um gildi mannúðar, gildi menntunar, gildi menningar og umhverfisverndar. Á þessum nótum erum við að tala um hluti sem fáir geta verið á móti.“ Þó geti forseti sett mál á dagskrá og skapað umræðu í samfélaginu. „Ég vil ræða um það sem ég finn að fólkið í landinu vill að rætt sé um. Minn vilji snýst um það að ég hitti fólk, tali við fólk, finni hvað brennur á fólki og nýti svo hið mikla áhrifavald forseta til að setja þau mál á dagskrá. Þú talaðir um ferðaþjónustu, við getum líka talað um heilbrigðisþjónustu, höfuðborgarsvæði og aðra hluta landsins, byggðastefnu.“ Ekki sé útilokað að sú umræða hefjist að einhverju leyti á samfélagsmiðlum. Guðni er þó ekki búinn að gera upp við sig hvort hann verði forseti á Facebook. „Ég verð að gera sjálfum mér það svigrúm að kynna mér embættið en ég hefði ekkert á móti því að nýta mér aðrar leiðir en nú eru tiltækar til að koma mínum sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri. Ég vil bara ekki lofa neinu núna. Ég geri mér svo vel grein fyrir því að í hönd er að fara ábyrgðarmestu ár minnar ævi og vil þess vegna stíga varlega til jarðar. Ég vil ekki samt verða of forsetalegur ef þannig má að orði komast. Ég vil vera einlægur, svara öllum spurningum og taka vel í allar góðar hugmyndir.“Áfram Ísland Snemma í dag flýgur Guðni til Nice í Frakklandi, ásamt Elizu og elsta syni þeirra hjóna, til að styðja íslenska landsliðið til dáða á móti Englendingum á Evrópukeppninni í Fótbolta. Guðni verður klæddur í landsliðstreyjuna, ekki jakkafötum sem eru einkennisklæðnaður forseta. Þá situr hann ekki í heiðursstúku eins og núverandi forseti Íslands heldur í almennum sætum. „Við vinnum. Ég er búinn að vera bjartsýnn í framboðinu og bjartsýni forsetinn verð ég líka en um leið raunsær. Við þurfum að eiga okkar besta leik. Við þurfum jafnvel smá heppni en fyrst og fremst þurfum við að hafa trú á sjálfum okkur og hana skortir land og landslið ekki þessa dagana.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júní 2016 Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Þriggja ára stúlka, berleggja í stígvélum, vappar um heimili sitt á Seltjarnarnesi á sunnudagsmorgni. Úfin um hárið spjallar hún við ömmu sína sem komin er frá Kanada til að styðja dóttur sína og tengdason. Ekkert bendir til þess að stúlkunni finnist skrýtið að eftir rúman mánuð flytji hún á Bessastaði og verði dóttir forseta Íslands. Enda hyggjast foreldrarnir setja hana og bræður hennar í fyrsta sæti meðfram því að sinna hlutverki forseta Íslands og forsetafrúar. Móðir hennar, Eliza Reid, er líka úfin. „Konur sem hafa gengið með barn skilja hvað ég er að ganga í gegnum. Ég er mjög þreytt en samt ofboðslega glöð. Og allt er breytt,“ segir Eliza og Guðni tekur undir. „Allt er breytt.“Guðni sér fram á erfiðar stjórnarmyndunarviðræður í haustVísir/Anton Brink Guðni vill samt sem minnst gera úr þreytunni. „Ég vildi þetta. Ég sóttist eftir þessu og kvarta ekki undan neinu. Nú tekur við nýr kafli þar sem vantar ekki áskoranir og annasama daga. Í embætti verð ég að sameina þetta tvennt, annasama daga og skyldur gangvart fjölskyldu og börnum.“Óvinsælar ákvarðanir handan við horniðFyrir liggur að kosið verði til Alþingis í haust. Það verður því í höndum nýs forseta að veita stjórnarmyndunarumboð. „Miðað við skoðanakannanir, þótt atburðir síðustu daga sýni að þeim ber ekki að treysta til fulls, bendir allt til þess að ríkisstjórnin missi sinn meirihluta og verði að biðjast lausnar. Þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn og aftur eru teikn á lofti um það að fylgið muni skiptast jafnt og dreifast víða. Og þá liggur í hlutaris eðli að það gæti reynst snúið að mynda nýja ríkisstjórn,“ segir Guðni. Helsta fordæmið séu Alþingiskosningar 1987 þar sem ekki var hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreita sig við myndun ríkisstjórnar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans.“ Guðni segist gera sér grein fyrir því að hann gæti skapað sér óvinsældir strax með þeirri ákvörðun að veita stærsta flokknum ekki stjórnarmyndunarumboð. „Ég geri mér líka grein fyrir því að ég þarf að læra. Allir forsetar hafa þurft tíma til að fóta sig, læra inn á embættið og það gerir verkið kannski ekki auðveldara að hefja leikinn á því sem gæti reynst snúið stjórnarmyndunarþref. En kannski fer það svo að flokkarnir nái fljótt og örugglega að koma sér saman um einhverskonar ríkisstjórn. Þannig að ég geng bjartsýnn og glaður til þess leiks, geri mér grein fyrir því að það gæti reynt á mig, en á hinn bóginn gæti líka farið svo að ég verði að mestu leyti áhorfandi.“Við hyllingu nýs forseta í garðinum hans á Seltjarnarnesi í gærVÍSIR/Anton BrinkÁfangasigrar um stjórnarskráGuðni horfir fjögur ár fram í tímann, eða fram að næstu kosningum. Hann hefur þó sagt að hann muni ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil, tólf ár. Erfitt sé að segja til um hvað gerist í íslenskum stjórnmálum á næstu fjórum árum og hvort ný stjórnarskrá, sem mikið var rædd í kosningabaráttunni, verði að veruleika. „Við þurfum að halda áfram að ræða um stjórnarskrána og að mínu viti væri æskilegt að við næðum einhverjum áfangasigrum eða málamiðlunum sem landsmenn yrði sæmilega sáttir við. En hér er frumkvæðið í höndum kjósenda sem velja sér fulltrúa á Alþingi og þeir ákveða síðan næstu skref. Nú göngum við til þingkosninga og vilji fólkið í landinu nýja stjórnarskrá eða takmarkaðar breytingar á stjórnarskránni þá kýs það flokka sem berjast fyrir þeim breytingum.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram síðla árs 2012. Þjóðin samþykkti þá með afgerandi meirihluta að byggja nýja stjórnarskrá á frumvarpi stjórnlagaráðs en kjörsókn var dræm og náði aðeins 50 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum og Kraganum. „Það reyndist ekki meirihluti á þingi fyrir því að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Úrslit þingkosninganna 2013 sýndu að enn minnkaði þá stuðningur við tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Það var hinn pólitíski veruleiki. Hinsvegar getum við horft fram á veg og látið kjósendur og þingmenn og forseta að því leyti sem hann kemur að málinu, samþykkja breytingar að stjórnarskrá. En það verður að koma í ljós hvað fólkið í landinu vill og hvernig sá vilji er látinn í ljós á þinginu því þannig breytum við stjórnarskrá.“Múgur og margmenni hyllti Guðna og bar börn hans augu í gær, á afmælisdegi hins nýja forseta.vísir/Anton brinkNútímavæddir en virðulegir BessastaðirGuðni var gagnrýndur fyrir afstöðuleysi í kosningabaráttunni. Hann segir enda að markmiðið sé að forseti standi utan fylkinga og berjist ekki fyrir einu umfram annað. „Nema þegar við erum að tala um hluti sem breið samstaða og eining er um. Við höfum talað um gildi mannúðar, gildi menntunar, gildi menningar og umhverfisverndar. Á þessum nótum erum við að tala um hluti sem fáir geta verið á móti.“ Þó geti forseti sett mál á dagskrá og skapað umræðu í samfélaginu. „Ég vil ræða um það sem ég finn að fólkið í landinu vill að rætt sé um. Minn vilji snýst um það að ég hitti fólk, tali við fólk, finni hvað brennur á fólki og nýti svo hið mikla áhrifavald forseta til að setja þau mál á dagskrá. Þú talaðir um ferðaþjónustu, við getum líka talað um heilbrigðisþjónustu, höfuðborgarsvæði og aðra hluta landsins, byggðastefnu.“ Ekki sé útilokað að sú umræða hefjist að einhverju leyti á samfélagsmiðlum. Guðni er þó ekki búinn að gera upp við sig hvort hann verði forseti á Facebook. „Ég verð að gera sjálfum mér það svigrúm að kynna mér embættið en ég hefði ekkert á móti því að nýta mér aðrar leiðir en nú eru tiltækar til að koma mínum sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri. Ég vil bara ekki lofa neinu núna. Ég geri mér svo vel grein fyrir því að í hönd er að fara ábyrgðarmestu ár minnar ævi og vil þess vegna stíga varlega til jarðar. Ég vil ekki samt verða of forsetalegur ef þannig má að orði komast. Ég vil vera einlægur, svara öllum spurningum og taka vel í allar góðar hugmyndir.“Áfram Ísland Snemma í dag flýgur Guðni til Nice í Frakklandi, ásamt Elizu og elsta syni þeirra hjóna, til að styðja íslenska landsliðið til dáða á móti Englendingum á Evrópukeppninni í Fótbolta. Guðni verður klæddur í landsliðstreyjuna, ekki jakkafötum sem eru einkennisklæðnaður forseta. Þá situr hann ekki í heiðursstúku eins og núverandi forseti Íslands heldur í almennum sætum. „Við vinnum. Ég er búinn að vera bjartsýnn í framboðinu og bjartsýni forsetinn verð ég líka en um leið raunsær. Við þurfum að eiga okkar besta leik. Við þurfum jafnvel smá heppni en fyrst og fremst þurfum við að hafa trú á sjálfum okkur og hana skortir land og landslið ekki þessa dagana.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júní 2016
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira