Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 1-1 | Selfoss í fallsæti þrátt fyrir stig Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2016 19:45 Vísir FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira