Bandarískir ferðamenn sagðir sækja til Íslands öryggisins vegna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 11:15 Ferðum bandarískra ferðamanna til Frakklands hefur fækkað. Vísir/Vilhelm/Getty Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins. Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00
Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00
Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14
Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35