Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 17:30 Eins og fram hefur komið í dag eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður og Þorsteinn mættu í viðtal hjá fréttastofu um ákvörðunina, sem sjá má hér að ofan. Þau segja bæði að ákvörðunin sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og segja þess í stað hafa litið til þess sem Viðreisn bjóði upp á og hverju sé hægt að stuðla að innan flokksins. „Ég lít ekki á þetta sem klofning frá Sjálfstæðisflokknum heldur einfaldlega er verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum,“ sagði Þorgerður. Þau sögðust hafa tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðunina í dag. Aðspurður hvort að þau væri að senda Sjálfstæðisflokknum ákveðin skilaboð segir Þorsteinn það vera „út af fyrir sig rétt“. „Smám saman hefur verið að opnast um miðju stjórnmálanna ákveðið tómarúm. Við teljum mikilvægt að það verði fyllt og okkur sýnist að það sé að gerast með þessu,“ sagði Þorsteinn. „Þú getur ekki fengið, allavega mig og ég veit ekki Þorstein, til þess að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ sagði Þorgerður. „Við einfaldlega erum að segja að Viðreisn sé ákveðið afl sem ætlar að halda áfram og ýta undir þessi frjálslyndu gildi sem við viljum styðja. Þetta snýst ekki um Sjáflstæðisflokkinn. Þetta snýst um Viðreisn.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36 Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Eins og fram hefur komið í dag eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður og Þorsteinn mættu í viðtal hjá fréttastofu um ákvörðunina, sem sjá má hér að ofan. Þau segja bæði að ákvörðunin sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og segja þess í stað hafa litið til þess sem Viðreisn bjóði upp á og hverju sé hægt að stuðla að innan flokksins. „Ég lít ekki á þetta sem klofning frá Sjálfstæðisflokknum heldur einfaldlega er verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum,“ sagði Þorgerður. Þau sögðust hafa tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðunina í dag. Aðspurður hvort að þau væri að senda Sjálfstæðisflokknum ákveðin skilaboð segir Þorsteinn það vera „út af fyrir sig rétt“. „Smám saman hefur verið að opnast um miðju stjórnmálanna ákveðið tómarúm. Við teljum mikilvægt að það verði fyllt og okkur sýnist að það sé að gerast með þessu,“ sagði Þorsteinn. „Þú getur ekki fengið, allavega mig og ég veit ekki Þorstein, til þess að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ sagði Þorgerður. „Við einfaldlega erum að segja að Viðreisn sé ákveðið afl sem ætlar að halda áfram og ýta undir þessi frjálslyndu gildi sem við viljum styðja. Þetta snýst ekki um Sjáflstæðisflokkinn. Þetta snýst um Viðreisn.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36 Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43