Segir tillögur í fíkniefnamálum fela í sér litlar breytingar Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:15 Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira