Segir tillögur í fíkniefnamálum fela í sér litlar breytingar Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:15 Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira