Mannsæmandi eftirlaun Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin framundan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: Hækka lágmarksgreiðslur. Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. Koma á sveigjanlegum starfslokum. Einfalda almannatryggingakerfið. Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin framundan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: Hækka lágmarksgreiðslur. Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. Koma á sveigjanlegum starfslokum. Einfalda almannatryggingakerfið. Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar