Upphrópanir um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira