Upphrópanir um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira