Guðmundur vill þriðja sæti hjá Samfylkingunni 22. ágúst 2016 09:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar. Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar.
Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira