Guðmundur vill þriðja sæti hjá Samfylkingunni 22. ágúst 2016 09:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar. Kosningar 2016 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar.
Kosningar 2016 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira