Ollu eftirstríðsárabörnin því að stýrivextir féllu? lars christensen skrifar 10. ágúst 2016 09:15 Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun