Ollu eftirstríðsárabörnin því að stýrivextir féllu? lars christensen skrifar 10. ágúst 2016 09:15 Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun