Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra á Ólympíuleikunum. vísir/anton brink Íslenska fimleikastelpan Irina Sazonova hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó og skrifaði þar söguna með því að vera sú fyrsta sem keppir fyrir Ísland í fimleikakeppni leikanna. Það eru þó örugglega flestir sem líta svo á að við Íslendingar eigum einnig keppanda í kvöld þegar úrslitin fara fram í fjölþraut kvenna. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hélt upp á átján ára afmælið sitt í gær og í dag tekur hún risastórt skref á fimleikaferli sínum þegar hún keppir í úrslitum á móti öllum hinum bestu fimleikakonum heimsins. Það er ekki slæmt að halda upp á þetta tímamótaafmæli með annars konar tímamótum.Vísir/AntonKemur alltaf heim á jólunum Það er erfitt að halda því fram að Eyþóra Elísabet sé ekki íslensk þótt hún keppi fyrir Holland og hafi verið búsett þar alla tíð. Foreldrar hennar og skyldmenni eru öll Íslendingar, hún talar íslensku eins og hún hafi búið alla tíð á Íslandi og hún kemur oft „heim“ á jólunum eins og hún orðar það sjálf. Hún hefur hins vegar alist upp í hollenska fimleikageiranum og það er því ekkert skrítið að hún hafi valið að keppa fyrir Holland. Hollendingar eru líka heppnir að fá hana. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í undankeppninni og náði þar 8. sæti. Hún hreyfir sig eins og ballerína en allar hreyfingar og stökk eru mjög afslöppuð og áreynslulaus. Það er ekki hægt að sjá annað en að framtíð hennar sé mjög björt. „Auðvitað var mikið stress enda eru þetta Ólympíuleikarnir. Þetta er svo stórt og þegar ég var lítil stelpa þá langaði mig svo að komast á Ólympíuleikana. Það er því æðislegt að sjá drauminn sinn rætast,“ segir hún. Eyþóra Elísabet er í skýjunum yfir árangri sínum til þessa og það var gaman að sjá að hún leit á úrslitin sem gott tækifæri til að bæta fyrir það sem klikkaði. Það var sérstaklega eitt fall við lok frábærrar æfingar hennar á gólfi sem var hvað sárast. „Ég var vissulega svekkt en það má ekki láta þetta eyðileggja meira fyrir sér. Ég varð bara að einbeita mér að næstu grein sem var stökkið,“ segir Eyþóra.Vísir/AntonLiðið treystir á mig Gólfið og sláin voru samt aðeins til vandræða. Atvikið á gólfinu í úrslitunum og svo þegar hún datt á hökuna á slánni þremur dögum fyrir keppni. Hún reyndi að fela marið á hökunni með farða en það sást samt aðeins. Hún bætir úr því fyrir kvöldið. „Gólf og slá eru eiginlega best hjá mér. Það gekk svo rosalega vel í gólfæfingunni í undankeppninni þangað til í síðasta stökkinu. Það var svona „ahhh“,“ segir Eyþóra. Hún náði að klára síðustu greinina og tryggja bæði sig og hollenska liðið í úrslitin. „Liðið er líka að treysta á mig þannig að ég varð að halda áfram,“ segir hún. Styrkleiki og mikilvægi Eyþóru fyrir hollenska landsliðið sést líka í liðakeppninni. Þar var hún sú eina í hollenska liðinu sem keppti á öllum fjórum áhöldunum en aðeins þrjár af fimm keppa á hverju áhaldi. „Það er mjög fínt hjá mér að hafa verið efst í hollenska liðinu og ég er mjög ánægð með það.“Vísir/AntonFjölskyldan býr á Íslandi Það hefur ekki farið fram hjá Eyþóru að Íslendingar hafa áhuga á því sem hún er að gera hér úti á leikunum í Ríó. „Það er mjög gaman að vita af því að það sé verið að fylgjast með mér á Íslandi. Það er gott fyrir hjartað mitt að allir heima á Íslandi séu að fylgjast með,“ segir Eyþóra og það vekur strax athygli að hún notar orðið heima. „Allir í minni fjölskyldu eiga heima á Íslandi. Amma og allir eru að fylgjast með sem er mjög gaman,“ segir Eyþóra. Hún segir það hafa komið til greina að keppa fyrir Ísland en taldi það vera best í stöðunni fyrir sig að keppa sem Hollendingur. Íslendingar mega samt alveg eiga eitthvað í henni. „Það er mjög gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér. Það er gaman fyrir mig að fylgjast með því hvernig þið á Íslandi fylgist með mér,“ segir Eyþóra. Það er því í góðu lagi að kalla hana líka fimleikastjörnuna okkar og segja að það sé Íslendingur að keppa í úrslitum í fimleikakeppni ÓL í kvöld. Hún keppir bara fyrir Holland. Fimleikar Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Íslenska fimleikastelpan Irina Sazonova hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó og skrifaði þar söguna með því að vera sú fyrsta sem keppir fyrir Ísland í fimleikakeppni leikanna. Það eru þó örugglega flestir sem líta svo á að við Íslendingar eigum einnig keppanda í kvöld þegar úrslitin fara fram í fjölþraut kvenna. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hélt upp á átján ára afmælið sitt í gær og í dag tekur hún risastórt skref á fimleikaferli sínum þegar hún keppir í úrslitum á móti öllum hinum bestu fimleikakonum heimsins. Það er ekki slæmt að halda upp á þetta tímamótaafmæli með annars konar tímamótum.Vísir/AntonKemur alltaf heim á jólunum Það er erfitt að halda því fram að Eyþóra Elísabet sé ekki íslensk þótt hún keppi fyrir Holland og hafi verið búsett þar alla tíð. Foreldrar hennar og skyldmenni eru öll Íslendingar, hún talar íslensku eins og hún hafi búið alla tíð á Íslandi og hún kemur oft „heim“ á jólunum eins og hún orðar það sjálf. Hún hefur hins vegar alist upp í hollenska fimleikageiranum og það er því ekkert skrítið að hún hafi valið að keppa fyrir Holland. Hollendingar eru líka heppnir að fá hana. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í undankeppninni og náði þar 8. sæti. Hún hreyfir sig eins og ballerína en allar hreyfingar og stökk eru mjög afslöppuð og áreynslulaus. Það er ekki hægt að sjá annað en að framtíð hennar sé mjög björt. „Auðvitað var mikið stress enda eru þetta Ólympíuleikarnir. Þetta er svo stórt og þegar ég var lítil stelpa þá langaði mig svo að komast á Ólympíuleikana. Það er því æðislegt að sjá drauminn sinn rætast,“ segir hún. Eyþóra Elísabet er í skýjunum yfir árangri sínum til þessa og það var gaman að sjá að hún leit á úrslitin sem gott tækifæri til að bæta fyrir það sem klikkaði. Það var sérstaklega eitt fall við lok frábærrar æfingar hennar á gólfi sem var hvað sárast. „Ég var vissulega svekkt en það má ekki láta þetta eyðileggja meira fyrir sér. Ég varð bara að einbeita mér að næstu grein sem var stökkið,“ segir Eyþóra.Vísir/AntonLiðið treystir á mig Gólfið og sláin voru samt aðeins til vandræða. Atvikið á gólfinu í úrslitunum og svo þegar hún datt á hökuna á slánni þremur dögum fyrir keppni. Hún reyndi að fela marið á hökunni með farða en það sást samt aðeins. Hún bætir úr því fyrir kvöldið. „Gólf og slá eru eiginlega best hjá mér. Það gekk svo rosalega vel í gólfæfingunni í undankeppninni þangað til í síðasta stökkinu. Það var svona „ahhh“,“ segir Eyþóra. Hún náði að klára síðustu greinina og tryggja bæði sig og hollenska liðið í úrslitin. „Liðið er líka að treysta á mig þannig að ég varð að halda áfram,“ segir hún. Styrkleiki og mikilvægi Eyþóru fyrir hollenska landsliðið sést líka í liðakeppninni. Þar var hún sú eina í hollenska liðinu sem keppti á öllum fjórum áhöldunum en aðeins þrjár af fimm keppa á hverju áhaldi. „Það er mjög fínt hjá mér að hafa verið efst í hollenska liðinu og ég er mjög ánægð með það.“Vísir/AntonFjölskyldan býr á Íslandi Það hefur ekki farið fram hjá Eyþóru að Íslendingar hafa áhuga á því sem hún er að gera hér úti á leikunum í Ríó. „Það er mjög gaman að vita af því að það sé verið að fylgjast með mér á Íslandi. Það er gott fyrir hjartað mitt að allir heima á Íslandi séu að fylgjast með,“ segir Eyþóra og það vekur strax athygli að hún notar orðið heima. „Allir í minni fjölskyldu eiga heima á Íslandi. Amma og allir eru að fylgjast með sem er mjög gaman,“ segir Eyþóra. Hún segir það hafa komið til greina að keppa fyrir Ísland en taldi það vera best í stöðunni fyrir sig að keppa sem Hollendingur. Íslendingar mega samt alveg eiga eitthvað í henni. „Það er mjög gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér. Það er gaman fyrir mig að fylgjast með því hvernig þið á Íslandi fylgist með mér,“ segir Eyþóra. Það er því í góðu lagi að kalla hana líka fimleikastjörnuna okkar og segja að það sé Íslendingur að keppa í úrslitum í fimleikakeppni ÓL í kvöld. Hún keppir bara fyrir Holland.
Fimleikar Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira