Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Una Sighvatsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 11. ágúst 2016 18:49 „Allt frá því í vor þá höfum við sagt að það séu verkefni sem við viljum ljúka,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fundurinn í dag var til að fara yfir þá sýn, sem við höfum, til að við getum lokið [málunum] á þeim tíma sem til stefnu er með það að markmiði að ganga til kosninga 29. október.“ Um leið og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í vor í kjölfar Panamaskjala hneykslisins boðaði ný ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og kosningum flýtt til haustsins. Allir stjórnmálaflokkarnir eru komnir á skrið við að búa sig undir haustkosningar. Aðspurður um hvaða mál það væru sem þyrfti að klára sagði forsætisráðherrann að þar væri að mestum hluta mál sem ekki náðist að klára í vor. Þau mál hafa verið í vinnslu í þingnefndum og væru mislangt komin í ferlinu. „Það eru nokkur ný mál sem við kynntum í vor sem verða lögð fram í þinginu á næstu dögum.“ Sigurður Ingi deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að aukin hætta sé á málþófi ef kjördagur liggur fyrir. „Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram. Við erum sammála um 29. október og ég vona að menn séu tilbúnir til að vinna verkin með þeim hætti, að ljúka þeim, fyrir þann tíma. Þetta eru allt mál sem skipta landi og þjóð miklu máli.“ Alþingi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
„Allt frá því í vor þá höfum við sagt að það séu verkefni sem við viljum ljúka,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fundurinn í dag var til að fara yfir þá sýn, sem við höfum, til að við getum lokið [málunum] á þeim tíma sem til stefnu er með það að markmiði að ganga til kosninga 29. október.“ Um leið og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í vor í kjölfar Panamaskjala hneykslisins boðaði ný ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og kosningum flýtt til haustsins. Allir stjórnmálaflokkarnir eru komnir á skrið við að búa sig undir haustkosningar. Aðspurður um hvaða mál það væru sem þyrfti að klára sagði forsætisráðherrann að þar væri að mestum hluta mál sem ekki náðist að klára í vor. Þau mál hafa verið í vinnslu í þingnefndum og væru mislangt komin í ferlinu. „Það eru nokkur ný mál sem við kynntum í vor sem verða lögð fram í þinginu á næstu dögum.“ Sigurður Ingi deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að aukin hætta sé á málþófi ef kjördagur liggur fyrir. „Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram. Við erum sammála um 29. október og ég vona að menn séu tilbúnir til að vinna verkin með þeim hætti, að ljúka þeim, fyrir þann tíma. Þetta eru allt mál sem skipta landi og þjóð miklu máli.“
Alþingi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira