Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 01:30 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. sæti. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum