Ásdís: Ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 02:17 Ásdís Hjálmsdóttir gat ekki leynt vonbriðgum sínum eftir síðasta kastið. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 29 köstuðu lengra en Ásdís í undankeppninni en hún átti tvö algjörlega misheppnuð köst (gerði bæði ógild) og eitt sem var bara 54,92 metrar. Ásdís hefði samt þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í úrslitin og því hefði þurfti hennar besta kast á árinu. „Þetta átti ekki að fara svona, það er alveg rétt hjá þér," sagði Ásdís Hjálmsdóttir eftir undankeppnina í nótt. „Það gekk allt rosalega vel í upphituninni, alveg svakalega vel. Upphitunin út á velli var frábær og inn á velli líka," sagði Ásdís sem lítur mjög vel út og er augljóslega í frábæru formi.Sjá einnig: Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu „Svo bara byrjaði ég í keppninni. Ég hef aldrei verið í betra formi, búin að fá fulla hvíld og hef aldrei í rauninni verið í svona góðu formi. Ég var alltof, alltof hröð í atrennunni og hef aldrei verið svona hröð," sagði Ásdís. „Ég var alltof nálægt línunni í fyrsta kastinu. Ég færi mig aftur um þrjú fet og þá er ég alltof nálægt línunni aftur. Ég færi mig aftur um tvö fet og er samt alltof nálægt," sagði Ásdís. „Það er hægt að líta á þetta bæði jákvæðum augum og neikvæðum augum. Það er náttúrulega jákvætt að vera í svona góðu formi og að þetta sé ástæðan en ekki eitthvað annað. Ég er ekki meidd og það er ekki þess vegna sem ég var að kasta illa," sagði Ásdís. „Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna," sagði Ásdís en hvað var að í nótt. „Ég var bara alltof hröð í atrennunni og alltof nálægt línunni. Þegar þú ert of nálægt línunni þá getur þú ekki klárað kastið. Ef ég hefði klárað kastið þá hefði ég bara farið yfir línuna og gert ógilt," sagði Ásdís. „Ég vona að ég fái eitt mót í viðbót til að ná út úr mér því sem ég hef inn í mér núna," sagði Ásdís. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00 Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 29 köstuðu lengra en Ásdís í undankeppninni en hún átti tvö algjörlega misheppnuð köst (gerði bæði ógild) og eitt sem var bara 54,92 metrar. Ásdís hefði samt þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í úrslitin og því hefði þurfti hennar besta kast á árinu. „Þetta átti ekki að fara svona, það er alveg rétt hjá þér," sagði Ásdís Hjálmsdóttir eftir undankeppnina í nótt. „Það gekk allt rosalega vel í upphituninni, alveg svakalega vel. Upphitunin út á velli var frábær og inn á velli líka," sagði Ásdís sem lítur mjög vel út og er augljóslega í frábæru formi.Sjá einnig: Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu „Svo bara byrjaði ég í keppninni. Ég hef aldrei verið í betra formi, búin að fá fulla hvíld og hef aldrei í rauninni verið í svona góðu formi. Ég var alltof, alltof hröð í atrennunni og hef aldrei verið svona hröð," sagði Ásdís. „Ég var alltof nálægt línunni í fyrsta kastinu. Ég færi mig aftur um þrjú fet og þá er ég alltof nálægt línunni aftur. Ég færi mig aftur um tvö fet og er samt alltof nálægt," sagði Ásdís. „Það er hægt að líta á þetta bæði jákvæðum augum og neikvæðum augum. Það er náttúrulega jákvætt að vera í svona góðu formi og að þetta sé ástæðan en ekki eitthvað annað. Ég er ekki meidd og það er ekki þess vegna sem ég var að kasta illa," sagði Ásdís. „Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna," sagði Ásdís en hvað var að í nótt. „Ég var bara alltof hröð í atrennunni og alltof nálægt línunni. Þegar þú ert of nálægt línunni þá getur þú ekki klárað kastið. Ef ég hefði klárað kastið þá hefði ég bara farið yfir línuna og gert ógilt," sagði Ásdís. „Ég vona að ég fái eitt mót í viðbót til að ná út úr mér því sem ég hef inn í mér núna," sagði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00 Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00
Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00
Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum