Hlaupið til góðs Edda Hermannsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. Um leið og þarna koma saman þátttakendur sem hafa æft stíft undanfarnar vikur og mánuði þá er þetta ekki síður dagur allrar fjölskyldunnar þar sem allir hafa tök á því að taka þátt, ungir sem aldnir. Styttri veglengdir henta styttri fótleggjum og síðan má alltaf ganga lengri vegalengdir og njóta þess að vera með. Fyrir 33 árum tóku 214 hlauparar þátt en í fyrra voru þátttakendur yfir 15.000. Skráningin í ár gengur vel og eru þegar tæplega 11.000 skráðir til leiks sem er fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Hún skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. Það er mjög ánægjulegt að fleiri komi til Íslands og taki þátt og upplifi hlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið. Þó hlaupið sjálft sé heilsueflandi og skemmtilegt þá er einna mikilvægast að þúsundir hlaupara safna áheitum til góðra málefna. Söfnun Reykjavíkurmaraþonsins hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og í fyrra söfnuðust yfir 80 milljónir króna fyrir 167 félög. Þetta skiptir félögin gríðarlega miklu máli og mörg þeirra láta sitt ekki eftir liggja og hvetja hlaupara áfram. Í ár var markið sett hátt en markmiðið er að safna 100 milljónum til góðra mála. Það er frábært að sjá þátttakendur biðja um stuðning við sitt félag og þar munar sannarlega um hverja krónu. Það eru þátttakendur sjálfir sem gera þetta hlaup að því sem það er og styðja við mikilvæg málefni með því að koma saman í sameiginlegu átaki. Við hvetjum því alla til að taka þátt á laugardaginn, þá sem vilja ganga og hafa gaman, þá sem vilja elta Pókemon-karla og svo auðvitað þá sem hafa lagt blóð, svita og tár í hlaupaæfingar. Það er einstök tilfinning að hlaupa um götur Reykjavíkur þar sem íbúar hvetja hlaupara áfram með tónlist, trommum og klappi. Það eru allir hetjur í Reykjavíkurmaraþoninu: hlauparar, aðstandendur, þeir sem heita á hlauparana og síðast en ekki síst: þeir sem njóta góðs af áheitasöfnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. Um leið og þarna koma saman þátttakendur sem hafa æft stíft undanfarnar vikur og mánuði þá er þetta ekki síður dagur allrar fjölskyldunnar þar sem allir hafa tök á því að taka þátt, ungir sem aldnir. Styttri veglengdir henta styttri fótleggjum og síðan má alltaf ganga lengri vegalengdir og njóta þess að vera með. Fyrir 33 árum tóku 214 hlauparar þátt en í fyrra voru þátttakendur yfir 15.000. Skráningin í ár gengur vel og eru þegar tæplega 11.000 skráðir til leiks sem er fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Hún skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. Það er mjög ánægjulegt að fleiri komi til Íslands og taki þátt og upplifi hlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið. Þó hlaupið sjálft sé heilsueflandi og skemmtilegt þá er einna mikilvægast að þúsundir hlaupara safna áheitum til góðra málefna. Söfnun Reykjavíkurmaraþonsins hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og í fyrra söfnuðust yfir 80 milljónir króna fyrir 167 félög. Þetta skiptir félögin gríðarlega miklu máli og mörg þeirra láta sitt ekki eftir liggja og hvetja hlaupara áfram. Í ár var markið sett hátt en markmiðið er að safna 100 milljónum til góðra mála. Það er frábært að sjá þátttakendur biðja um stuðning við sitt félag og þar munar sannarlega um hverja krónu. Það eru þátttakendur sjálfir sem gera þetta hlaup að því sem það er og styðja við mikilvæg málefni með því að koma saman í sameiginlegu átaki. Við hvetjum því alla til að taka þátt á laugardaginn, þá sem vilja ganga og hafa gaman, þá sem vilja elta Pókemon-karla og svo auðvitað þá sem hafa lagt blóð, svita og tár í hlaupaæfingar. Það er einstök tilfinning að hlaupa um götur Reykjavíkur þar sem íbúar hvetja hlaupara áfram með tónlist, trommum og klappi. Það eru allir hetjur í Reykjavíkurmaraþoninu: hlauparar, aðstandendur, þeir sem heita á hlauparana og síðast en ekki síst: þeir sem njóta góðs af áheitasöfnuninni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar