Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2016 13:12 Þórður Guðsteinn Pétursson varð eftur í prófkjörinu en það þykir nokkuð umdeilt. „Ég er rólegur sama hvernig þetta fer. Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. Þórður hlaut mestan stuðning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi og mun því leiða framboðslista flokksins verði hann samþykktur af flokksmönnum. Niðurstaða prófkjörsins hefur verið gagnrýnd á Pírataspjallinu og nokkrir hafa hvatt til þess að listinn verði felldur. Það vilja þeir meðal annars gera sökum þess að í efstu sætum listans er engan að finna frá Vestfjörðum, sökum þess að Þórður sé búsettur á Álftanesi og hafi verið á lista Framsóknarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum og enn aðrir telja hann hafa smalað fólki til að kjósa sig. Meðal þeirra sem styðja listann ekki er Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum. Kapteinn Pírata á Vesturlandi, Eiríkur Þór Theódórsson, hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Þórð og niðurstöðu prófkjörsins. Hið sama gera Píratar á Vesturlandi. „Umræður um málefni eru ávallt af hinu góða en ef við skoðum staðreyndir málsins þá sést að gagnrýnin stenst ekki,“ segir Þórður. Á framboðssíðu hans í kosningakerfi Pírata tekur hann til að mynda fram að hann hafi skipað lista annars flokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þar var hann í 17. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.Fólk hvatt til að taka þátt í lýðræðinu Alls kusu 95 í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi en frambjóðendur voru sautján. Því voru rúmlega 5,5 kjósendur á hvern frambjóðanda. Hver sem er gat kosið í prófkjörinu í sínu heimakjördæmi hafi hann verið skráður Pírati í minnst mánuð. „Prófkjör Pírata um landið allt voru auglýst á netinu og í bæjarblöðum og fólk var hvatt til að hafa áhrif á lýðræðið. Það kom mér í raun alveg jafn mikið á óvart og öllum öðrum að ég skyldi hafa orðið efstur,“ segir Þórður og vísar með því ásökunum um smölun heim til föðurhúsanna. Þórður hefur undanfarin ár búið á Áltanesi en hann á rætur að rekja í Stykkishólm, Búðardal á Akranes. Hann segir að ef listinn verði felldur muni hann taka því. „Ef fólk er óánægt með niðurstöðuna þá hafnar það listanum. Þannig virkar lýðræðið og ég mun taka niðurstöðunni hver sem hún verður. Það sem mestu máli skiptir er að fólk sameinist um að kjósa Pírata í kosningunum í haust,“ segir Þórður. Aðspurður um sitt helsta baráttumál er svar Þórðar afdráttarlaust. „Ég mun gera allt sem ég get til að koma samþykktri stefnu Pírata í heilbrigðismálum í gegn og fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga. Ég er félagsmaður í Krafti, félagi ungs fólks sem fengið hefur krabbamein og aðstandenda þeirra. Fáirðu krabbamein núna þá geturðu sótt um styrk frá neyðarsjóði Krafts til að greiða fyrir meðferðina. Þegar ég fékk krabbamein þá var sá sjóður óþarfi. Ég vil bæta kerfið á þann hátt að sjóðurinn verði óþarfur á nýjan leik,“ segir Þórður að lokum. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33 Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ég er rólegur sama hvernig þetta fer. Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. Þórður hlaut mestan stuðning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi og mun því leiða framboðslista flokksins verði hann samþykktur af flokksmönnum. Niðurstaða prófkjörsins hefur verið gagnrýnd á Pírataspjallinu og nokkrir hafa hvatt til þess að listinn verði felldur. Það vilja þeir meðal annars gera sökum þess að í efstu sætum listans er engan að finna frá Vestfjörðum, sökum þess að Þórður sé búsettur á Álftanesi og hafi verið á lista Framsóknarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum og enn aðrir telja hann hafa smalað fólki til að kjósa sig. Meðal þeirra sem styðja listann ekki er Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum. Kapteinn Pírata á Vesturlandi, Eiríkur Þór Theódórsson, hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Þórð og niðurstöðu prófkjörsins. Hið sama gera Píratar á Vesturlandi. „Umræður um málefni eru ávallt af hinu góða en ef við skoðum staðreyndir málsins þá sést að gagnrýnin stenst ekki,“ segir Þórður. Á framboðssíðu hans í kosningakerfi Pírata tekur hann til að mynda fram að hann hafi skipað lista annars flokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þar var hann í 17. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.Fólk hvatt til að taka þátt í lýðræðinu Alls kusu 95 í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi en frambjóðendur voru sautján. Því voru rúmlega 5,5 kjósendur á hvern frambjóðanda. Hver sem er gat kosið í prófkjörinu í sínu heimakjördæmi hafi hann verið skráður Pírati í minnst mánuð. „Prófkjör Pírata um landið allt voru auglýst á netinu og í bæjarblöðum og fólk var hvatt til að hafa áhrif á lýðræðið. Það kom mér í raun alveg jafn mikið á óvart og öllum öðrum að ég skyldi hafa orðið efstur,“ segir Þórður og vísar með því ásökunum um smölun heim til föðurhúsanna. Þórður hefur undanfarin ár búið á Áltanesi en hann á rætur að rekja í Stykkishólm, Búðardal á Akranes. Hann segir að ef listinn verði felldur muni hann taka því. „Ef fólk er óánægt með niðurstöðuna þá hafnar það listanum. Þannig virkar lýðræðið og ég mun taka niðurstöðunni hver sem hún verður. Það sem mestu máli skiptir er að fólk sameinist um að kjósa Pírata í kosningunum í haust,“ segir Þórður. Aðspurður um sitt helsta baráttumál er svar Þórðar afdráttarlaust. „Ég mun gera allt sem ég get til að koma samþykktri stefnu Pírata í heilbrigðismálum í gegn og fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga. Ég er félagsmaður í Krafti, félagi ungs fólks sem fengið hefur krabbamein og aðstandenda þeirra. Fáirðu krabbamein núna þá geturðu sótt um styrk frá neyðarsjóði Krafts til að greiða fyrir meðferðina. Þegar ég fékk krabbamein þá var sá sjóður óþarfi. Ég vil bæta kerfið á þann hátt að sjóðurinn verði óþarfur á nýjan leik,“ segir Þórður að lokum.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33 Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41
Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33
Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37