Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2016 13:12 Þórður Guðsteinn Pétursson varð eftur í prófkjörinu en það þykir nokkuð umdeilt. „Ég er rólegur sama hvernig þetta fer. Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. Þórður hlaut mestan stuðning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi og mun því leiða framboðslista flokksins verði hann samþykktur af flokksmönnum. Niðurstaða prófkjörsins hefur verið gagnrýnd á Pírataspjallinu og nokkrir hafa hvatt til þess að listinn verði felldur. Það vilja þeir meðal annars gera sökum þess að í efstu sætum listans er engan að finna frá Vestfjörðum, sökum þess að Þórður sé búsettur á Álftanesi og hafi verið á lista Framsóknarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum og enn aðrir telja hann hafa smalað fólki til að kjósa sig. Meðal þeirra sem styðja listann ekki er Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum. Kapteinn Pírata á Vesturlandi, Eiríkur Þór Theódórsson, hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Þórð og niðurstöðu prófkjörsins. Hið sama gera Píratar á Vesturlandi. „Umræður um málefni eru ávallt af hinu góða en ef við skoðum staðreyndir málsins þá sést að gagnrýnin stenst ekki,“ segir Þórður. Á framboðssíðu hans í kosningakerfi Pírata tekur hann til að mynda fram að hann hafi skipað lista annars flokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þar var hann í 17. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.Fólk hvatt til að taka þátt í lýðræðinu Alls kusu 95 í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi en frambjóðendur voru sautján. Því voru rúmlega 5,5 kjósendur á hvern frambjóðanda. Hver sem er gat kosið í prófkjörinu í sínu heimakjördæmi hafi hann verið skráður Pírati í minnst mánuð. „Prófkjör Pírata um landið allt voru auglýst á netinu og í bæjarblöðum og fólk var hvatt til að hafa áhrif á lýðræðið. Það kom mér í raun alveg jafn mikið á óvart og öllum öðrum að ég skyldi hafa orðið efstur,“ segir Þórður og vísar með því ásökunum um smölun heim til föðurhúsanna. Þórður hefur undanfarin ár búið á Áltanesi en hann á rætur að rekja í Stykkishólm, Búðardal á Akranes. Hann segir að ef listinn verði felldur muni hann taka því. „Ef fólk er óánægt með niðurstöðuna þá hafnar það listanum. Þannig virkar lýðræðið og ég mun taka niðurstöðunni hver sem hún verður. Það sem mestu máli skiptir er að fólk sameinist um að kjósa Pírata í kosningunum í haust,“ segir Þórður. Aðspurður um sitt helsta baráttumál er svar Þórðar afdráttarlaust. „Ég mun gera allt sem ég get til að koma samþykktri stefnu Pírata í heilbrigðismálum í gegn og fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga. Ég er félagsmaður í Krafti, félagi ungs fólks sem fengið hefur krabbamein og aðstandenda þeirra. Fáirðu krabbamein núna þá geturðu sótt um styrk frá neyðarsjóði Krafts til að greiða fyrir meðferðina. Þegar ég fékk krabbamein þá var sá sjóður óþarfi. Ég vil bæta kerfið á þann hátt að sjóðurinn verði óþarfur á nýjan leik,“ segir Þórður að lokum. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33 Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Ég er rólegur sama hvernig þetta fer. Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. Þórður hlaut mestan stuðning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi og mun því leiða framboðslista flokksins verði hann samþykktur af flokksmönnum. Niðurstaða prófkjörsins hefur verið gagnrýnd á Pírataspjallinu og nokkrir hafa hvatt til þess að listinn verði felldur. Það vilja þeir meðal annars gera sökum þess að í efstu sætum listans er engan að finna frá Vestfjörðum, sökum þess að Þórður sé búsettur á Álftanesi og hafi verið á lista Framsóknarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum og enn aðrir telja hann hafa smalað fólki til að kjósa sig. Meðal þeirra sem styðja listann ekki er Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum. Kapteinn Pírata á Vesturlandi, Eiríkur Þór Theódórsson, hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Þórð og niðurstöðu prófkjörsins. Hið sama gera Píratar á Vesturlandi. „Umræður um málefni eru ávallt af hinu góða en ef við skoðum staðreyndir málsins þá sést að gagnrýnin stenst ekki,“ segir Þórður. Á framboðssíðu hans í kosningakerfi Pírata tekur hann til að mynda fram að hann hafi skipað lista annars flokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þar var hann í 17. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.Fólk hvatt til að taka þátt í lýðræðinu Alls kusu 95 í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi en frambjóðendur voru sautján. Því voru rúmlega 5,5 kjósendur á hvern frambjóðanda. Hver sem er gat kosið í prófkjörinu í sínu heimakjördæmi hafi hann verið skráður Pírati í minnst mánuð. „Prófkjör Pírata um landið allt voru auglýst á netinu og í bæjarblöðum og fólk var hvatt til að hafa áhrif á lýðræðið. Það kom mér í raun alveg jafn mikið á óvart og öllum öðrum að ég skyldi hafa orðið efstur,“ segir Þórður og vísar með því ásökunum um smölun heim til föðurhúsanna. Þórður hefur undanfarin ár búið á Áltanesi en hann á rætur að rekja í Stykkishólm, Búðardal á Akranes. Hann segir að ef listinn verði felldur muni hann taka því. „Ef fólk er óánægt með niðurstöðuna þá hafnar það listanum. Þannig virkar lýðræðið og ég mun taka niðurstöðunni hver sem hún verður. Það sem mestu máli skiptir er að fólk sameinist um að kjósa Pírata í kosningunum í haust,“ segir Þórður. Aðspurður um sitt helsta baráttumál er svar Þórðar afdráttarlaust. „Ég mun gera allt sem ég get til að koma samþykktri stefnu Pírata í heilbrigðismálum í gegn og fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga. Ég er félagsmaður í Krafti, félagi ungs fólks sem fengið hefur krabbamein og aðstandenda þeirra. Fáirðu krabbamein núna þá geturðu sótt um styrk frá neyðarsjóði Krafts til að greiða fyrir meðferðina. Þegar ég fékk krabbamein þá var sá sjóður óþarfi. Ég vil bæta kerfið á þann hátt að sjóðurinn verði óþarfur á nýjan leik,“ segir Þórður að lokum.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33 Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41
Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33
Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda