Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. ágúst 2016 11:37 „Það er mikilvægt að [fjölmiðlar] geti ræktað [aðhaldshlutverk] sitt en mín upplifun er að þeir séu ekki að gera það í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í svari við óundirbúinni fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þingfundi nú í morgun. Katrín hafði gert stöðuuppfærslu ráðherrans að umtalsefni. Í henni segir meðal annars að, „[h]ún gerist æ sterkari tilfinningin að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið,“ ritar Bjarni og spyr hvort það væri í raun ekki hentugra að hafa bara opna Facebook-síðu. „Þetta eru ansi þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem fjölmiðlar á Íslandi og annars staðar í hinum vestræna heimi eiga í á tímum tæknibreytinga, á tímum samfélagsmiðla, þar sem tekjustofnar hefðbundinna fjölmiðla hafa veikst þannig að þeir ráða illa við að halda úti hlutverki sínu sem er að þjóna almenningi og gera almenningi ljóst að gera mun á staðfestum upplýsingum og öðru því efni sem flýtur um samfélagsmiðla,“ sagði Katrín. Hún spurði meðal annars hvort Bjarni hefði í hyggju að gera eitthvað til að gera rekstrarumhverfi fjölmiðla auðveldara. Síðar hún benti á að Ísland er eitt Norðurlandanna ekki inn á topp tíu lista yfir þau lönd þar sem fjölmiðlafrelsi er talið mest og að núverandi ríkisstjórn hafi tekið þá ákvörðun að auka á hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Að sjálfsögðu mega stjórnmálamenn gagnrýna fjölmiðla fyrir skoðanir þeirra, þetta snýst ekki um það, en mér finnst hins vegar orð ráðherrans bera vott um að hann geri ekki mikinn greinarmun á því sem við köllum bara hefðbundna samfélagsmiðla og því sem við eigum að gera kröfu til að séu faglegir fjölmiðlar þó að þar séu ýmsar skoðanir. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Er þá ekki frekar ráð að leggja til einhverjar aðgerðir til að bæta stöðu fjölmiðla fremur en að þeyta þessu upp með þessum hætti?“ spurði Katrín.Kemur til greina að breyta skattaumhverfinu „Ég átti erfitt að með að greina einhvern kjarna í fyrirspurn háttvirts þingmanna en ég held það sé rétt, til að mynda út af tæknibreytingum og breyttu rekstrarumhverfi, hvort það sé eitthvað í ytra umhverfinu og skattaumhverfinu sem við getum gert til að treysta betur umgjörð fjölmiðla,“ sagði Bjarni. Að því sögðu færðist hann allur í aukana og sagði að sér væri fyrirmunað að skilja hví spyrjandanum væri svo mikið niðri fyrir út af Facebook-færslu. „Ég vildi aðeins benda á það að þegar maður horfir yfir fjölmiðlaumhverfið þá skortir skýra ritstjórnarstefnu. Menn skrifa eitt í gær og annað á morgun. Þetta er í raun tóm skel. Ég skil ekki hví þingmenn æsa sig yfir því að opna á umræðuna um þetta.“ Þess má geta að þegar Bjarni hafði sleppt orðunum „skortir skýra ristjórnarstefnu“ þá kallaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, að þar ætti ráðherrann við „eigin stefnu“. Í niðurlagi svars síns sagði Bjarni að hér á landi væri skortur á öflugum og sterkum fjölmiðlum þar sem væri þráður í umfjöllun frá degi til dags og fjölmiðlarnir væru ekki aðeins gjallarhorn þeirra sem þar starfa. Hann myndi ekki biðjast afsökunar á því að hafa vakið máls á því.Ekkert mark takandi á miðlum sem dæla út dellu „Ég fór ekki fram á neina afsökun en ég skil ekki hví ráðherrann er æstur yfir því að orð hans séu tekin til umræðu,“ sagði Katrín. Hún spurði á ný hvaða aðgerðir ráðherrann gæti séð fyrir sér. „Um leið viðrar hæstvirtur ráðherra þá skoðun að á hverjum fjölmiðli eigi að vera einhver ein pólitísk skoðun sem ekki er mismunandi frá degi til dags,“ sagði þingmaðurinn undir lágum framíköllum ráðherrans. „Ég ætla að biðja þingmenn um að leggja mér ekki orð í munn,“ sagði Bjarni. „Fjölmiðlar mega auðvitað, ef þeim sýnist svo, dæla út hvaða dellu sem er en það er þá mín upplifun að ekkert mark sé að taka á slíkum miðli.“ Bjarni bætti því við að hann og Katrín væru sammála um að fjölmiðlaumhverifð væri erfitt og að það væru veikleikar þar. Vísaði hann meðal annars til aðhaldshlutverks fjölmiðla sem ítrekað var fjallað um í skýrslu fjölmiðlanefndar. „Það er mikilvægt að þeir geti ræktað það hlutverk sitt en mín upplifun er að þeir séu ekki að gera það í dag,“ sagði Bjarni. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Það er mikilvægt að [fjölmiðlar] geti ræktað [aðhaldshlutverk] sitt en mín upplifun er að þeir séu ekki að gera það í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í svari við óundirbúinni fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þingfundi nú í morgun. Katrín hafði gert stöðuuppfærslu ráðherrans að umtalsefni. Í henni segir meðal annars að, „[h]ún gerist æ sterkari tilfinningin að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið,“ ritar Bjarni og spyr hvort það væri í raun ekki hentugra að hafa bara opna Facebook-síðu. „Þetta eru ansi þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem fjölmiðlar á Íslandi og annars staðar í hinum vestræna heimi eiga í á tímum tæknibreytinga, á tímum samfélagsmiðla, þar sem tekjustofnar hefðbundinna fjölmiðla hafa veikst þannig að þeir ráða illa við að halda úti hlutverki sínu sem er að þjóna almenningi og gera almenningi ljóst að gera mun á staðfestum upplýsingum og öðru því efni sem flýtur um samfélagsmiðla,“ sagði Katrín. Hún spurði meðal annars hvort Bjarni hefði í hyggju að gera eitthvað til að gera rekstrarumhverfi fjölmiðla auðveldara. Síðar hún benti á að Ísland er eitt Norðurlandanna ekki inn á topp tíu lista yfir þau lönd þar sem fjölmiðlafrelsi er talið mest og að núverandi ríkisstjórn hafi tekið þá ákvörðun að auka á hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Að sjálfsögðu mega stjórnmálamenn gagnrýna fjölmiðla fyrir skoðanir þeirra, þetta snýst ekki um það, en mér finnst hins vegar orð ráðherrans bera vott um að hann geri ekki mikinn greinarmun á því sem við köllum bara hefðbundna samfélagsmiðla og því sem við eigum að gera kröfu til að séu faglegir fjölmiðlar þó að þar séu ýmsar skoðanir. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Er þá ekki frekar ráð að leggja til einhverjar aðgerðir til að bæta stöðu fjölmiðla fremur en að þeyta þessu upp með þessum hætti?“ spurði Katrín.Kemur til greina að breyta skattaumhverfinu „Ég átti erfitt að með að greina einhvern kjarna í fyrirspurn háttvirts þingmanna en ég held það sé rétt, til að mynda út af tæknibreytingum og breyttu rekstrarumhverfi, hvort það sé eitthvað í ytra umhverfinu og skattaumhverfinu sem við getum gert til að treysta betur umgjörð fjölmiðla,“ sagði Bjarni. Að því sögðu færðist hann allur í aukana og sagði að sér væri fyrirmunað að skilja hví spyrjandanum væri svo mikið niðri fyrir út af Facebook-færslu. „Ég vildi aðeins benda á það að þegar maður horfir yfir fjölmiðlaumhverfið þá skortir skýra ritstjórnarstefnu. Menn skrifa eitt í gær og annað á morgun. Þetta er í raun tóm skel. Ég skil ekki hví þingmenn æsa sig yfir því að opna á umræðuna um þetta.“ Þess má geta að þegar Bjarni hafði sleppt orðunum „skortir skýra ristjórnarstefnu“ þá kallaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, að þar ætti ráðherrann við „eigin stefnu“. Í niðurlagi svars síns sagði Bjarni að hér á landi væri skortur á öflugum og sterkum fjölmiðlum þar sem væri þráður í umfjöllun frá degi til dags og fjölmiðlarnir væru ekki aðeins gjallarhorn þeirra sem þar starfa. Hann myndi ekki biðjast afsökunar á því að hafa vakið máls á því.Ekkert mark takandi á miðlum sem dæla út dellu „Ég fór ekki fram á neina afsökun en ég skil ekki hví ráðherrann er æstur yfir því að orð hans séu tekin til umræðu,“ sagði Katrín. Hún spurði á ný hvaða aðgerðir ráðherrann gæti séð fyrir sér. „Um leið viðrar hæstvirtur ráðherra þá skoðun að á hverjum fjölmiðli eigi að vera einhver ein pólitísk skoðun sem ekki er mismunandi frá degi til dags,“ sagði þingmaðurinn undir lágum framíköllum ráðherrans. „Ég ætla að biðja þingmenn um að leggja mér ekki orð í munn,“ sagði Bjarni. „Fjölmiðlar mega auðvitað, ef þeim sýnist svo, dæla út hvaða dellu sem er en það er þá mín upplifun að ekkert mark sé að taka á slíkum miðli.“ Bjarni bætti því við að hann og Katrín væru sammála um að fjölmiðlaumhverifð væri erfitt og að það væru veikleikar þar. Vísaði hann meðal annars til aðhaldshlutverks fjölmiðla sem ítrekað var fjallað um í skýrslu fjölmiðlanefndar. „Það er mikilvægt að þeir geti ræktað það hlutverk sitt en mín upplifun er að þeir séu ekki að gera það í dag,“ sagði Bjarni.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24