Bjarni segir ummæli Eyglóar ódýrt tal Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér en fjármálaráðherra segir ráðherrann á ábyrgð Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Þá afstöðu rökstuddi hún með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þessar ákvörðun ráðherrans afar illa. Þannig lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að henni fyndist Eygló eiga að segja af sér en Eygló segist ekki hafa íhugað afsögn.Ríkisfjármálaáætlun snýr að næsta kjörtímabiliHvernig getur þú setið í ríkisstjórn sem er ekki að sinna þessum hópum sem þú nefnir, barnafjölskyldur og lífeyrisþegar? „Það hefur náttúrulega legið lengi fyrir þessi afstaða mín varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Hún snýr að næsta kjörtímabili. Hún snýr að tímabili þar sem að væntanlega verður nýr stjórnarsáttmáli sem að mun liggja þá til forgrunns. Það hefur ekki verið samið um myndun neinnar nýrrar ríkisstjórnar þannig að ég starfa áfram á grundvelli núverandi stjórnarsáttmála,“ segir Eygló.Varla boðlegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir þessa ákvörðun hafa komið á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að á kjörtímabilinu hefði verið forgangsraðað meðal annars í þágu málaflokka sem Eygló ber ábyrgð á. Það sé einnig gert í fjármálaáætluninni. „Þetta er bara svo ódýrt tal. Þetta er bara svo ódýr framsetning á málinu. Það verður þá að gera grein fyrir því af hverju á að taka, eða hvernig eigi að stórauka tekjurnar eða að hvaða leyti eigi að ganga á afgang í ríkisfjármálum. En að segja bara svona út í loftið að mönnum þyki að það þyrfti að koma meira, það finnst mér bara ekki, mér finnst það varla boðlegt inn í umræðu um jafn stórt mál eins og þetta,“ segir Bjarni.Ekki gott fyrir samstarfiðÞú sem annar af forystumönnum þessarar ríkisstjórnar. Hvað afleiðingar hefur það fyrir ráðherra að standa ekki með svona málum? „Það svo sem er ekkert gott fyrir samstarf í samsteypustjórn. Viðkomandi ráðherra er ekki á mína ábyrgð. Hann er auðvitað á ábyrgð Framsóknarflokksins og það er alfarið mál Framsóknarflokksins hvort að þeir kjósa að bregðast við þessu og ég ætla ekkert að segja þeim fyrir í því efni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá fyrir sér langlífi nokkurrar ríkisstjórnar þar sem ráðherrar áskilja sér rétt til að sitja hjá í stórum málum. Hann efist þó um að þetta mál muni hafa miklar afleiðingar fyrir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Mér sýnist að þetta séu kannski fyrstu merki þess sem að mögulega við fáum að sjá á næstu vikum. Að menn vilja svona skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga, og það verður bara að koma í ljós hvernig það spilast frá viku til viku,“ segir Bjarni. Alþingi Tengdar fréttir Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20 Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér en fjármálaráðherra segir ráðherrann á ábyrgð Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Þá afstöðu rökstuddi hún með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þessar ákvörðun ráðherrans afar illa. Þannig lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að henni fyndist Eygló eiga að segja af sér en Eygló segist ekki hafa íhugað afsögn.Ríkisfjármálaáætlun snýr að næsta kjörtímabiliHvernig getur þú setið í ríkisstjórn sem er ekki að sinna þessum hópum sem þú nefnir, barnafjölskyldur og lífeyrisþegar? „Það hefur náttúrulega legið lengi fyrir þessi afstaða mín varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Hún snýr að næsta kjörtímabili. Hún snýr að tímabili þar sem að væntanlega verður nýr stjórnarsáttmáli sem að mun liggja þá til forgrunns. Það hefur ekki verið samið um myndun neinnar nýrrar ríkisstjórnar þannig að ég starfa áfram á grundvelli núverandi stjórnarsáttmála,“ segir Eygló.Varla boðlegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir þessa ákvörðun hafa komið á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að á kjörtímabilinu hefði verið forgangsraðað meðal annars í þágu málaflokka sem Eygló ber ábyrgð á. Það sé einnig gert í fjármálaáætluninni. „Þetta er bara svo ódýrt tal. Þetta er bara svo ódýr framsetning á málinu. Það verður þá að gera grein fyrir því af hverju á að taka, eða hvernig eigi að stórauka tekjurnar eða að hvaða leyti eigi að ganga á afgang í ríkisfjármálum. En að segja bara svona út í loftið að mönnum þyki að það þyrfti að koma meira, það finnst mér bara ekki, mér finnst það varla boðlegt inn í umræðu um jafn stórt mál eins og þetta,“ segir Bjarni.Ekki gott fyrir samstarfiðÞú sem annar af forystumönnum þessarar ríkisstjórnar. Hvað afleiðingar hefur það fyrir ráðherra að standa ekki með svona málum? „Það svo sem er ekkert gott fyrir samstarf í samsteypustjórn. Viðkomandi ráðherra er ekki á mína ábyrgð. Hann er auðvitað á ábyrgð Framsóknarflokksins og það er alfarið mál Framsóknarflokksins hvort að þeir kjósa að bregðast við þessu og ég ætla ekkert að segja þeim fyrir í því efni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá fyrir sér langlífi nokkurrar ríkisstjórnar þar sem ráðherrar áskilja sér rétt til að sitja hjá í stórum málum. Hann efist þó um að þetta mál muni hafa miklar afleiðingar fyrir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Mér sýnist að þetta séu kannski fyrstu merki þess sem að mögulega við fáum að sjá á næstu vikum. Að menn vilja svona skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga, og það verður bara að koma í ljós hvernig það spilast frá viku til viku,“ segir Bjarni.
Alþingi Tengdar fréttir Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20 Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20
Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16