Sunnudagurinn gæti líka verið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 18:30 Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson. Vísir/Anton Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira