Þurfa að hafa birgðir fyrir helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Vísir/Stöð 2 Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20
Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35
Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00