Þrjúhundruð látnir í Suður-Súdan: Óttast að borgarastyrjöld brjótist út að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. júlí 2016 08:47 Fylkingar þessara tveggja manna berjast í Suður-Súdan. Til vinstri er Riek Machar, varaforseti, og til hægri er Salva Kiir, forseti. Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá. Suður-Súdan Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá.
Suður-Súdan Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira