Svört skýrsla sýnir að rússnesk stjórnvöld stóðu á bak við lyfjasvindlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2016 16:53 Frá keppni á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014. Vísir/Getty Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira