Lögreglumenn í Ástralíu þreyttir á rápi Pokémon þjálfara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júlí 2016 23:35 Þessi snjalli þjálfari er við það að næla sér í glænýjan Pikachu. Lögreglumenn á lögreglustöð í borginni Darwin í Ástralíu eru orðnir langþreyttir á Pokémon þjálfurum. Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu lögreglunnar biðla þeir til þeirra að hætta að koma inn á stöðina. Flestir kannast við Pokémon verurnar sem tröllriðu öllu hér um aldamótin. Verurnar gengu nýlega í endurnýjun lífdaga með smáforriti fyrir síma. Í gær kom tölvuleikurinn Pokémon Go út. Leikurinn er spilaður í gegnum síma. Síminn nemur staðsetningu þína og getur þú rambað á Pokémona í umhverfi þínu og einnig barist við aðra spilara í nágrenni þínu.Það vill svo til að í leiknum er lögreglustöð ein í Darwin merkt sem verslun. Þar er hægt að eignast ýmiskonar varning á borð við Poké-kúlur og lyf fyrir særða Pokémona. Frá því að leikurinn kom út hafa ýmsir spilarar gert sér ferð inn á lögreglustöðina sjálfa í þeim tilgangi að næla sér í hluti. Þetta ráp leikmanna inn og út úr stöðinni hefur haft truflandi áhrif á starfsemi stöðvarinnar. Því greip starfsfólk stöðvarinnar til þess ráð að skrifa stöðuuppfærslu þar sem fram kemur að ekki sé nauðsynlegt að fara inn á stöðina. Það að standa fyrir utan hana, eða bíða í bíl fyrir utan, geri nákvæmlega sama gagn. Sem stendur er Pokémon Go aðgengilegur Androis og iOs notendum í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Japan. Óvíst er hvort, og þá hvenær, hann verður aðgengilegur á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir leikinn. Leikjavísir Pokemon Go Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Lögreglumenn á lögreglustöð í borginni Darwin í Ástralíu eru orðnir langþreyttir á Pokémon þjálfurum. Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu lögreglunnar biðla þeir til þeirra að hætta að koma inn á stöðina. Flestir kannast við Pokémon verurnar sem tröllriðu öllu hér um aldamótin. Verurnar gengu nýlega í endurnýjun lífdaga með smáforriti fyrir síma. Í gær kom tölvuleikurinn Pokémon Go út. Leikurinn er spilaður í gegnum síma. Síminn nemur staðsetningu þína og getur þú rambað á Pokémona í umhverfi þínu og einnig barist við aðra spilara í nágrenni þínu.Það vill svo til að í leiknum er lögreglustöð ein í Darwin merkt sem verslun. Þar er hægt að eignast ýmiskonar varning á borð við Poké-kúlur og lyf fyrir særða Pokémona. Frá því að leikurinn kom út hafa ýmsir spilarar gert sér ferð inn á lögreglustöðina sjálfa í þeim tilgangi að næla sér í hluti. Þetta ráp leikmanna inn og út úr stöðinni hefur haft truflandi áhrif á starfsemi stöðvarinnar. Því greip starfsfólk stöðvarinnar til þess ráð að skrifa stöðuuppfærslu þar sem fram kemur að ekki sé nauðsynlegt að fara inn á stöðina. Það að standa fyrir utan hana, eða bíða í bíl fyrir utan, geri nákvæmlega sama gagn. Sem stendur er Pokémon Go aðgengilegur Androis og iOs notendum í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Japan. Óvíst er hvort, og þá hvenær, hann verður aðgengilegur á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir leikinn.
Leikjavísir Pokemon Go Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira