Næstum fimm prósent þjóðarinnar hafa þegar kosið í forsetakosningum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júní 2016 16:28 Kjósendur greiða atkvæði sem enda í sérstökum kjörkössum. Vísir/Stefán Tæplega ellefu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi forsetakosningum en þær fara fram þann 25. júní næstkomandi. Þetta er gífurleg fjölgun utankjörfundaratkvæða milli forsetakosninga en á sama tíma fyrir fjórum árum, það er þegar tæp vika var til kjördags, höfðu 5500 kosningabærra aðila greitt atkvæði. Tölurnar eru ekki að fullu samanburðarhæfar sökum þess að tölurnar frá 2012 koma einungis frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en síðan þá hafa sýslumannsembættin verið sameinuð. Þó skýrir það eitt ekki þessa miklu fjölgun á utankjörfundaratkvæðum segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur Evrópumótið í knattspyrnu spila inn í þessa fjölgun.Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, greiðir atkvæði ásamt sinni ektakvinnu, Dorrit Moussaieff, í síðustu forsetakosningum.VísirHún segir þó að enn sé ekki hægt að dæma um það hvort þetta sé viðbót við heildartölu þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Árið 2012 greiddu rétt rúmlega tuttugu þúsund atkvæði utankjörfundar þegar allt kom til alls. Bættust flestir við á síðustu tveimur dögunum fyrir kjördag eða rétt tæplega sjöþúsund samtals. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 30. apríl síðastliðinn og þá gátu kjósendur greitt atkvæði hjá embættum sýslumanna. Frá og með 9. júní síðastliðnum hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar aðeins farið fram í Perlunni. Þeir sem búa erlendis geta sent atkvæði sitt til sýslumanna fram að kjördegi í þar til gerðu umslagi. Aðfaranótt sunnudagsins næstkomandi verður ljóst hver kemur til með að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Níu manns eru í framboði og ráða landsmenn úrslitum en 245 þúsund manns eru á kjörskrá. Því er langt frá því að úrslit séu ráðin en aðeins 4,3 prósent hafa greitt atkvæði enn sem komið er. Í síðustu kosningum, árið 2012, var kosningaþátttaka 69,3 prósent. Vísir hvetur kjósendur til þess að kynna sér frambjóðendur á kosningavef Vísis. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Tæplega ellefu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi forsetakosningum en þær fara fram þann 25. júní næstkomandi. Þetta er gífurleg fjölgun utankjörfundaratkvæða milli forsetakosninga en á sama tíma fyrir fjórum árum, það er þegar tæp vika var til kjördags, höfðu 5500 kosningabærra aðila greitt atkvæði. Tölurnar eru ekki að fullu samanburðarhæfar sökum þess að tölurnar frá 2012 koma einungis frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en síðan þá hafa sýslumannsembættin verið sameinuð. Þó skýrir það eitt ekki þessa miklu fjölgun á utankjörfundaratkvæðum segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur Evrópumótið í knattspyrnu spila inn í þessa fjölgun.Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, greiðir atkvæði ásamt sinni ektakvinnu, Dorrit Moussaieff, í síðustu forsetakosningum.VísirHún segir þó að enn sé ekki hægt að dæma um það hvort þetta sé viðbót við heildartölu þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Árið 2012 greiddu rétt rúmlega tuttugu þúsund atkvæði utankjörfundar þegar allt kom til alls. Bættust flestir við á síðustu tveimur dögunum fyrir kjördag eða rétt tæplega sjöþúsund samtals. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 30. apríl síðastliðinn og þá gátu kjósendur greitt atkvæði hjá embættum sýslumanna. Frá og með 9. júní síðastliðnum hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar aðeins farið fram í Perlunni. Þeir sem búa erlendis geta sent atkvæði sitt til sýslumanna fram að kjördegi í þar til gerðu umslagi. Aðfaranótt sunnudagsins næstkomandi verður ljóst hver kemur til með að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Níu manns eru í framboði og ráða landsmenn úrslitum en 245 þúsund manns eru á kjörskrá. Því er langt frá því að úrslit séu ráðin en aðeins 4,3 prósent hafa greitt atkvæði enn sem komið er. Í síðustu kosningum, árið 2012, var kosningaþátttaka 69,3 prósent. Vísir hvetur kjósendur til þess að kynna sér frambjóðendur á kosningavef Vísis.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira