Hvers vegna styð ég Guðna Th. Jóhannesson Ísak Kári Kárason skrifar 22. júní 2016 10:01 Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt þann 5. maí batt það enda á óvissu af minni hálfu. Ég hafði upplifað sama forseta í 20 ár af mínum 24 árum en hafði ekki enn fundið minn fulltrúa af þeim sem höfðu stigið fram. Loks steig Guðni fram og þar var kominn einstaklingur sem ég vissi að gæti verið forseti allra Íslendinga. Ég naut þeirra forréttinda að vera nemandi Guðna í sagnfræðideild Háskóla Íslands þar sem kenndi af sinni stöku snilld. Guðni var þar maður fólksins innan Háskólans þar sem auðvelt og gott var að leita til hans, það voru allir nemendur sammála þessu. Ég er viss um að þessi kostur teygi sig út fyrir veggi Háskólans. Þó það hafi verið einkennileg tilfinning í fyrstu að sjá sinn gamla kennara bjóða sig fram til forseta þá sá ég fljótlega að þar er nákvæmlega sami maður að baki. Einstaklingur sem er til staðar fyrir alla, lítur jöfnum augum á fólkið í kringum sig og minnir mann á að það er leyfilegt að líta björtum augum til framtíðar. Það gleður mig að hafa tækifæri til þess að kjósa einstakling eins og Guðna vegna þess ég hef ekki enn, þó á minni tiltölulega stuttu ævi, fylgst með einstaklingi í framboði sem leiðir baráttu sína jafn drengilega og Guðni. Það er til fyrirmyndar og tilefni fyrir ungan mann til að dást að. Hann hefur staðið af sér alls kyns ásakanir og ákveðið að kynna hugsjónir sínar um framtíð þjóðarinnar frekar en að slást í leðjunni um fortíðina. Ég lærði það í sagnfræðinni að vitneskja um fortíðina getur verið gott verkfæri fyrir ákvarðanir í framtíðinni. Guðni þekkir forsetaembætti einna best hér á landi og því á þetta sérstaklega vel við hér. Þær misheppnuðu tilraunir til að staðsetja Guðna á hinu gamla pólitíska litrófi sýnir að hann er yfirhafinn þessa gömlu skilgreiningu og stendur ekki fyrir einn hóp frekar en annan, hann stendur ekki fyrir neina sérstaka fylkingu nema íslensku þjóðina sameinaða. Þegar maður fylgist með Guðna og Elizu Reid ræða við landsmenn sér maður hversu sterkt fólk er þar á ferðinni sem á auðvelt með að ná til viðmælenda sinna og fylla þá trausti. Þau hjón gefa okkur ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíðina því Guðni ætlar að leiða þjóðina í nýja átt sem gefur okkur Íslendingum tækifæri til að byrja í raun og veru að gera upp atburðarás síðastliðinna ára í okkar sögu. Guðni Th. yrði sá forseti sem ég gæti sagt um á mínum eldri árum „Guðni Th. já, það var minn forseti“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt þann 5. maí batt það enda á óvissu af minni hálfu. Ég hafði upplifað sama forseta í 20 ár af mínum 24 árum en hafði ekki enn fundið minn fulltrúa af þeim sem höfðu stigið fram. Loks steig Guðni fram og þar var kominn einstaklingur sem ég vissi að gæti verið forseti allra Íslendinga. Ég naut þeirra forréttinda að vera nemandi Guðna í sagnfræðideild Háskóla Íslands þar sem kenndi af sinni stöku snilld. Guðni var þar maður fólksins innan Háskólans þar sem auðvelt og gott var að leita til hans, það voru allir nemendur sammála þessu. Ég er viss um að þessi kostur teygi sig út fyrir veggi Háskólans. Þó það hafi verið einkennileg tilfinning í fyrstu að sjá sinn gamla kennara bjóða sig fram til forseta þá sá ég fljótlega að þar er nákvæmlega sami maður að baki. Einstaklingur sem er til staðar fyrir alla, lítur jöfnum augum á fólkið í kringum sig og minnir mann á að það er leyfilegt að líta björtum augum til framtíðar. Það gleður mig að hafa tækifæri til þess að kjósa einstakling eins og Guðna vegna þess ég hef ekki enn, þó á minni tiltölulega stuttu ævi, fylgst með einstaklingi í framboði sem leiðir baráttu sína jafn drengilega og Guðni. Það er til fyrirmyndar og tilefni fyrir ungan mann til að dást að. Hann hefur staðið af sér alls kyns ásakanir og ákveðið að kynna hugsjónir sínar um framtíð þjóðarinnar frekar en að slást í leðjunni um fortíðina. Ég lærði það í sagnfræðinni að vitneskja um fortíðina getur verið gott verkfæri fyrir ákvarðanir í framtíðinni. Guðni þekkir forsetaembætti einna best hér á landi og því á þetta sérstaklega vel við hér. Þær misheppnuðu tilraunir til að staðsetja Guðna á hinu gamla pólitíska litrófi sýnir að hann er yfirhafinn þessa gömlu skilgreiningu og stendur ekki fyrir einn hóp frekar en annan, hann stendur ekki fyrir neina sérstaka fylkingu nema íslensku þjóðina sameinaða. Þegar maður fylgist með Guðna og Elizu Reid ræða við landsmenn sér maður hversu sterkt fólk er þar á ferðinni sem á auðvelt með að ná til viðmælenda sinna og fylla þá trausti. Þau hjón gefa okkur ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíðina því Guðni ætlar að leiða þjóðina í nýja átt sem gefur okkur Íslendingum tækifæri til að byrja í raun og veru að gera upp atburðarás síðastliðinna ára í okkar sögu. Guðni Th. yrði sá forseti sem ég gæti sagt um á mínum eldri árum „Guðni Th. já, það var minn forseti“.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar