Mannréttindamál í ólestri hér á landi Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júní 2016 07:00 Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannréttindamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undirritaði þennan samning fyrir níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbúnings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra.Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn.Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannréttindamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undirritaði þennan samning fyrir níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbúnings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra.Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn.Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar