Íslensku handboltastrákarnir spila sinn riðil í Metz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 16:52 Strákarnir fagna hér sæti á HM í Frakklandi. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í B-riðli á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi í janúar en dregið var í riðlana í dag. Íslenska liðið lenti í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Nú er orðið jafnframt ljóst að strákarnir okkar munu spila sína leiki í riðlinum í borginni Metz. Metz 120 þúsund manna borg í norður Frakklandi nálægt landamærum við Lúxemborg og Þýskalandi. Leikið verður í Arènes de Metz höllinni sem tekur 4500 manns í sæti. Handboltalið Metz spilar í höllinni en hún er einnig þekkt fyrir að hýsa alþjóðlegt tennismót. Frakkar völdu sér riðil og spila ekki í París heldur í Nantes. Þeir eru með Póllandi, Rússlandi og Noregi í riðli. Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu eru meðal annars í riðli með Katar, Svíþjóð og Egyptalandi en sá riðill verður spilaður í París. Síðasti riðillinn þar sem eru lið eins og Þýskaland, Ungverjaland og Króatía fer síðan fram í Rouen. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram í París, Albertville, Lille og Montpellier. Þar fara einnig fram átta liða úrslitin en öll úrslitahelgin verður síðan spiluð í París. Forsetabikarinn verður aftur á móti spilaður í Brest. Það er hægt að sjá alla riðlana fjóra og leikstaðina hér fyrir neðan.Le groupe de la France jouera à Nantes, l'Espagne à Metz, l'Allemagne à Rouen et le Qatar à Paris #Handball2017 pic.twitter.com/XPppLlrADi— France Handball 2017 (@Hand2017) June 23, 2016 Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland slapp ágætlega í HM-drættinum Nú í hádeginu var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fer í Frakklandi í janúar. 23. júní 2016 12:49 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í B-riðli á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi í janúar en dregið var í riðlana í dag. Íslenska liðið lenti í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Nú er orðið jafnframt ljóst að strákarnir okkar munu spila sína leiki í riðlinum í borginni Metz. Metz 120 þúsund manna borg í norður Frakklandi nálægt landamærum við Lúxemborg og Þýskalandi. Leikið verður í Arènes de Metz höllinni sem tekur 4500 manns í sæti. Handboltalið Metz spilar í höllinni en hún er einnig þekkt fyrir að hýsa alþjóðlegt tennismót. Frakkar völdu sér riðil og spila ekki í París heldur í Nantes. Þeir eru með Póllandi, Rússlandi og Noregi í riðli. Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu eru meðal annars í riðli með Katar, Svíþjóð og Egyptalandi en sá riðill verður spilaður í París. Síðasti riðillinn þar sem eru lið eins og Þýskaland, Ungverjaland og Króatía fer síðan fram í Rouen. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram í París, Albertville, Lille og Montpellier. Þar fara einnig fram átta liða úrslitin en öll úrslitahelgin verður síðan spiluð í París. Forsetabikarinn verður aftur á móti spilaður í Brest. Það er hægt að sjá alla riðlana fjóra og leikstaðina hér fyrir neðan.Le groupe de la France jouera à Nantes, l'Espagne à Metz, l'Allemagne à Rouen et le Qatar à Paris #Handball2017 pic.twitter.com/XPppLlrADi— France Handball 2017 (@Hand2017) June 23, 2016
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland slapp ágætlega í HM-drættinum Nú í hádeginu var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fer í Frakklandi í janúar. 23. júní 2016 12:49 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Ísland slapp ágætlega í HM-drættinum Nú í hádeginu var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fer í Frakklandi í janúar. 23. júní 2016 12:49