Grundvallarspurning til forsetaframbjóðenda 23. júní 2016 08:00 Eftirfarandi eru tvær samhangandi spurningar. Samanlagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grundvelli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnislegar breytingar á samþykktum tillögum: „Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðalsteinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðislegu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófessor við Harward-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu framhaldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi eru tvær samhangandi spurningar. Samanlagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grundvelli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnislegar breytingar á samþykktum tillögum: „Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðalsteinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðislegu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófessor við Harward-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu framhaldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því?
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar