Vöknum og veljum rétt Þóranna Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 13:35 Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar