Ég kýs Guðna Helena Þ. Karlsdóttir skrifar 24. júní 2016 16:43 Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar