Ólafur Ragnar fílaði Sturlu Jónsson Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:58 vísir/ernir Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40