Tekjur af ferðamönnum Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. júní 2016 00:00 Ferðaþjónustan er á skömmum tíma orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgja góðar gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri en einnig það að fleiri nýta sér þjónustu sem greidd er úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við auknum kostnaði og er bæði stefnu- og ráðalaus sem bitnar á þjónustu við ferðamenn og íbúa landsins. Ef ekki verður gripið um stjórnartaumana er líklegast að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist og að fjárfestingar sem ráðist hefur verið í beri sig ekki, með slæmum fjárhagslegum afleiðingum. Við í Samfylkingunni krefjumst aðgerða strax og viljum að:Heilbrigðisþjónusta og sjúkraflutningar verði styrktir um allt land.Lögreglu verði gert kleift að sinna íbúum jafnt sem ferðamönnum.Viðhald vega verði aukið umtalsvert.Öryggi ferðamanna verði bætt og uppbygging ferðamannastaða efld.Íbúðum verði fjölgað verulega, svo ásókn ferðaþjónustunnar spenni ekki upp húsnæðisverð og framboð verði nægilegt fyrir fjölskyldur sem þurfa þak yfir höfuðið.Tekjur af ferðamönnum renni líka til sveitarfélaga. Ferðamenn greiða lágan virðisaukaskatt af gistingu og afþreyingu. Með hækkun virðisaukaskatts í almennt þrep með hæfilegum aðlögunartíma fengjust um tíu milljarðar króna árlega í ríkissjóð til að mæta auknum útgjöldum. Ég tel það einföldustu og bestu leiðina til að bregðast við vandanum. Og í virðisaukaskattskerfinu er allt klappað og klárt. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að almenningur ber nú kostnaðinn en ferðamennirnir fá afslátt. Það gengur ekki lengur. Við verðum að stýra þróuninni og skapa ferðaþjónustunni almenn rekstrarskilyrði sem gefa tekjur til viðhalds vega, í heilbrigðisþjónustu, verndun náttúru og löggæslu. Þannig greiða ferðamennirnir fyrir uppbyggingu sem nýtist bæði greininni og íbúum um allt land.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er á skömmum tíma orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgja góðar gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri en einnig það að fleiri nýta sér þjónustu sem greidd er úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við auknum kostnaði og er bæði stefnu- og ráðalaus sem bitnar á þjónustu við ferðamenn og íbúa landsins. Ef ekki verður gripið um stjórnartaumana er líklegast að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist og að fjárfestingar sem ráðist hefur verið í beri sig ekki, með slæmum fjárhagslegum afleiðingum. Við í Samfylkingunni krefjumst aðgerða strax og viljum að:Heilbrigðisþjónusta og sjúkraflutningar verði styrktir um allt land.Lögreglu verði gert kleift að sinna íbúum jafnt sem ferðamönnum.Viðhald vega verði aukið umtalsvert.Öryggi ferðamanna verði bætt og uppbygging ferðamannastaða efld.Íbúðum verði fjölgað verulega, svo ásókn ferðaþjónustunnar spenni ekki upp húsnæðisverð og framboð verði nægilegt fyrir fjölskyldur sem þurfa þak yfir höfuðið.Tekjur af ferðamönnum renni líka til sveitarfélaga. Ferðamenn greiða lágan virðisaukaskatt af gistingu og afþreyingu. Með hækkun virðisaukaskatts í almennt þrep með hæfilegum aðlögunartíma fengjust um tíu milljarðar króna árlega í ríkissjóð til að mæta auknum útgjöldum. Ég tel það einföldustu og bestu leiðina til að bregðast við vandanum. Og í virðisaukaskattskerfinu er allt klappað og klárt. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að almenningur ber nú kostnaðinn en ferðamennirnir fá afslátt. Það gengur ekki lengur. Við verðum að stýra þróuninni og skapa ferðaþjónustunni almenn rekstrarskilyrði sem gefa tekjur til viðhalds vega, í heilbrigðisþjónustu, verndun náttúru og löggæslu. Þannig greiða ferðamennirnir fyrir uppbyggingu sem nýtist bæði greininni og íbúum um allt land.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar