Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Íbúar Washington DC halda á skiltum til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Orlando. Nordicphotos/AFP Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, hefur kallað eftir því að Hillary Clinton, líklegur frambjóðandi demókrata, kalli árásina hryðjuverk róttækra íslamista“. Repúblikanar hafa kallað eftir því að demókratar noti slíka skilgreiningu á hryðjuverkum undanfarin misseri.Donald TrumpVísir/AFPClinton sagði hins vegar að skilgreiningar skiptu ekki máli í viðtali á CNN í gær. „Mér finnst meiru máli skipta hvað við gerum en hvað við segjum. Það sem skiptir máli er að við náðum [Osama] bin Laden, ekki hvað við kölluðum hann.“ Clinton hefur hins vegar kallað árásina hatursglæp gegn hinsegin fólki. Það hefur Trump ekki gert. „Leiðtogar okkar eru veikir. Ég sagði að þetta myndi gerast og þetta mun einungis versna. Ég er að reyna að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir næstu árás. Við höfum ekki efni á pólitískri rétthugsun núna,“ sagði Trump í yfirlýsingu sinni í fyrrinótt.Hillary ClintonTengsl árásarmannsins, Omars Mateen, við hryðjuverkasamtök eru óljós. Heimildir CNN herma að Mateen hafi verið yfirheyrður af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna hugsanlegra tengsla við hryðjverkahópa og fullyrða að hann hafi svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í símtali við neyðarlínuna á sunnudag. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna en skotárásir eru tíðar í landinu. Alls voru rúmlega 350 skotárásir þar sem fleiri en fjórir eru skotnir í Bandaríkjunum á síðasta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, hefur kallað eftir því að Hillary Clinton, líklegur frambjóðandi demókrata, kalli árásina hryðjuverk róttækra íslamista“. Repúblikanar hafa kallað eftir því að demókratar noti slíka skilgreiningu á hryðjuverkum undanfarin misseri.Donald TrumpVísir/AFPClinton sagði hins vegar að skilgreiningar skiptu ekki máli í viðtali á CNN í gær. „Mér finnst meiru máli skipta hvað við gerum en hvað við segjum. Það sem skiptir máli er að við náðum [Osama] bin Laden, ekki hvað við kölluðum hann.“ Clinton hefur hins vegar kallað árásina hatursglæp gegn hinsegin fólki. Það hefur Trump ekki gert. „Leiðtogar okkar eru veikir. Ég sagði að þetta myndi gerast og þetta mun einungis versna. Ég er að reyna að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir næstu árás. Við höfum ekki efni á pólitískri rétthugsun núna,“ sagði Trump í yfirlýsingu sinni í fyrrinótt.Hillary ClintonTengsl árásarmannsins, Omars Mateen, við hryðjuverkasamtök eru óljós. Heimildir CNN herma að Mateen hafi verið yfirheyrður af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna hugsanlegra tengsla við hryðjverkahópa og fullyrða að hann hafi svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í símtali við neyðarlínuna á sunnudag. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna en skotárásir eru tíðar í landinu. Alls voru rúmlega 350 skotárásir þar sem fleiri en fjórir eru skotnir í Bandaríkjunum á síðasta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira