Körfubolti

Curry og Kerr sektaðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry var vísað úr húsi í fyrsta sinn á ferlinum í nótt.
Curry var vísað úr húsi í fyrsta sinn á ferlinum í nótt. vísir/getty
Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, og Steve Kerr, þjálfari liðsins, hafa báðir 25.000 dollara sekt vegna framkomu þeirra í tengslum við sjötta leik Golden State og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA.

Golden State-liðið, sem setti met með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni í vetur, var ekki sjálfu sér líkt í leiknum í nótt.

Cleveland byrjaði miklu betur, leiddi með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta og vann að lokum 14 stiga sigur, 115-101, og tryggði sér oddaleik á heimavelli Golden State.

Mótlætið fór í skapið á leikmönnum Golden State og þá sérstaklega Curry. Þessi mikla skytta fékk sína sjöttu villu þegar 04:22 voru eftir af leiknum og var í kjölfarið rekinn úr húsi fyrir kröftug mótmæli.

Kerr gagnrýndi dómara leiksins eftir leikinn og sagði að helmingurinn af villunum sem Curry hefðu verið bull. Kerr sakaði LeBron James einnig um leikaraskap þegar Curry fékk sína sjöttu villu.

Oddaleikur liðanna fer fram í Oracle Arena, heimavelli Golden State, aðfaranótt mánudags.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×