Morðingi Cox sagður tengjast bandarískum nýnasistum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júní 2016 19:15 Frá minningarathöfn í London í dag. David Cameron og Jeremy Corbyn tóku þátt í athöfninni. Vísir/EPA Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41