Grikkland: Mikið aðhald en enginn árangur Lars Christensen skrifar 1. júní 2016 09:30 Nú byrjar það aftur. Grikkland hefur gert enn einn samninginn við ESB og AGS varðandi samningsstöðu sína. Eða öllu heldur, eins og einn embættismaður ESB lýsti því í Financial Times: „Ef það lítur út eins og við séum að velta vandanum á undan okkur er það af því að við erum að því.“ Með öðrum orðum: Þetta er í rauninni ekki samningur til að leysa grunnvandann heldur samningur til að forðast að takast á við grunnvandann. Hver er þá grunnvandinn? Mergurinn málsins er sá að gríska ríkið er einfaldlega gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar, en Evrópusambandið neitar að viðurkenna þessa staðreynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist skilja þetta og sennilega gera embættismenn ESB það líka, en pólitískt virðist ómögulegt að viðurkenna það því það myndi þýða að ESB yrði að viðurkenna að stefnan gagnvart vandamálum Grikklands hafi verið röng. Sumir halda því fram að Grikkir hafi ekki gert nóg til að leysa sín eigin vandamál og að ef Grikkir kæmust upp með meiri háttar skuldaniðurfærslu myndi það bara hvetja til enn meiri ósiða, og það er sennilega rétt, en það breytir því ekki að það er mjög erfitt að sjá hvernig Grikkir geti borgað skuldir sínar. Auk þess er það rangt þegar því er haldið fram að Grikkir hafi ekki gert neitt. Grikkir hafa í raun tekið upp strangari aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Ef við, til dæmis, lítum á uppsafnaðan sparnað í ríkisfjármálum í Grikklandi síðan 2009 þá sjáum við að Grikkir hafa dregið saman á þessu tímabili sem nemur 18-20 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þetta er gríðarlegt aðhald í ríkisfjármálum á hvaða mælikvarða sem er. En eitt er viðleitnin og annað er útkoman og hér er sagan allt önnur. Síðan 2009 hafa opinberar skuldir Grikkja vaxið úr 108% af vergri landsframleiðslu árið 2008 í meira en 180% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þannig hafa opinberar skuldir, þrátt fyrir mikið aðhald, haldið áfram að vaxa á hverju einasta ári síðan 2008. Ástæða fyrir þessari niðurdrepandi þróun er sú staðreynd að í Grikklandi hefur orðið gríðarlegt hrun í efnahagsumsvifum. Þannig hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu fallið um næstum 30% síðan 2008. Sannarlega efnahagslegar hamfarir. Sama hversu hóflegt land er í ríkisfjármálum þá er ómögulegt að koma jafnvægi á skuldahlutföllin í svo miklum efnahagssamdrætti. Til að raunverulega leysa skuldavanda Grikkja þarf því að leysa hagvaxtarvanda þeirra, og það er ekki auðvelt. Fjármálahvati gæti auðvitað verið lausn en Grikkir hafa ekki peninga til þess og markaðirnir munu ekki vilja fjármagna fjármálahvatapakka. Önnur lausn væri umfangsmiklar kerfisumbætur, og þær væru nokkuð heillavænlegri en fjármálahvati, en miðað við dýpt kreppunnar er ólíklegt að jafnvel yfirgripsmestu endurbætur myndu duga til og þá er aðeins ein lausn eftir – lausbeislaðri peningamálastefna. En þar sem Grikkir stjórna ekki sinni eigin peningamálastefnu af því að landið er á evrusvæðinu er það í raun ekki mögulegt heldur. Reyndar er það mögulegt – ef Grikkir ákveða að yfirgefa evrusvæðið. Það virðist mjög áhættusamt úrræði en það er alveg augljóst að þetta er í raun eina lausnin sem myndi virka. Það er því ekki spurning um hvort það verður „Grexit“, heldur hvenær. Þýskir skattgreiðendur munu ekki endalaust vilja borga fyrir að velta vandanum á undan sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú byrjar það aftur. Grikkland hefur gert enn einn samninginn við ESB og AGS varðandi samningsstöðu sína. Eða öllu heldur, eins og einn embættismaður ESB lýsti því í Financial Times: „Ef það lítur út eins og við séum að velta vandanum á undan okkur er það af því að við erum að því.“ Með öðrum orðum: Þetta er í rauninni ekki samningur til að leysa grunnvandann heldur samningur til að forðast að takast á við grunnvandann. Hver er þá grunnvandinn? Mergurinn málsins er sá að gríska ríkið er einfaldlega gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar, en Evrópusambandið neitar að viðurkenna þessa staðreynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist skilja þetta og sennilega gera embættismenn ESB það líka, en pólitískt virðist ómögulegt að viðurkenna það því það myndi þýða að ESB yrði að viðurkenna að stefnan gagnvart vandamálum Grikklands hafi verið röng. Sumir halda því fram að Grikkir hafi ekki gert nóg til að leysa sín eigin vandamál og að ef Grikkir kæmust upp með meiri háttar skuldaniðurfærslu myndi það bara hvetja til enn meiri ósiða, og það er sennilega rétt, en það breytir því ekki að það er mjög erfitt að sjá hvernig Grikkir geti borgað skuldir sínar. Auk þess er það rangt þegar því er haldið fram að Grikkir hafi ekki gert neitt. Grikkir hafa í raun tekið upp strangari aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Ef við, til dæmis, lítum á uppsafnaðan sparnað í ríkisfjármálum í Grikklandi síðan 2009 þá sjáum við að Grikkir hafa dregið saman á þessu tímabili sem nemur 18-20 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þetta er gríðarlegt aðhald í ríkisfjármálum á hvaða mælikvarða sem er. En eitt er viðleitnin og annað er útkoman og hér er sagan allt önnur. Síðan 2009 hafa opinberar skuldir Grikkja vaxið úr 108% af vergri landsframleiðslu árið 2008 í meira en 180% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þannig hafa opinberar skuldir, þrátt fyrir mikið aðhald, haldið áfram að vaxa á hverju einasta ári síðan 2008. Ástæða fyrir þessari niðurdrepandi þróun er sú staðreynd að í Grikklandi hefur orðið gríðarlegt hrun í efnahagsumsvifum. Þannig hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu fallið um næstum 30% síðan 2008. Sannarlega efnahagslegar hamfarir. Sama hversu hóflegt land er í ríkisfjármálum þá er ómögulegt að koma jafnvægi á skuldahlutföllin í svo miklum efnahagssamdrætti. Til að raunverulega leysa skuldavanda Grikkja þarf því að leysa hagvaxtarvanda þeirra, og það er ekki auðvelt. Fjármálahvati gæti auðvitað verið lausn en Grikkir hafa ekki peninga til þess og markaðirnir munu ekki vilja fjármagna fjármálahvatapakka. Önnur lausn væri umfangsmiklar kerfisumbætur, og þær væru nokkuð heillavænlegri en fjármálahvati, en miðað við dýpt kreppunnar er ólíklegt að jafnvel yfirgripsmestu endurbætur myndu duga til og þá er aðeins ein lausn eftir – lausbeislaðri peningamálastefna. En þar sem Grikkir stjórna ekki sinni eigin peningamálastefnu af því að landið er á evrusvæðinu er það í raun ekki mögulegt heldur. Reyndar er það mögulegt – ef Grikkir ákveða að yfirgefa evrusvæðið. Það virðist mjög áhættusamt úrræði en það er alveg augljóst að þetta er í raun eina lausnin sem myndi virka. Það er því ekki spurning um hvort það verður „Grexit“, heldur hvenær. Þýskir skattgreiðendur munu ekki endalaust vilja borga fyrir að velta vandanum á undan sér.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar