Eitt samfélag fyrir alla! Sema Erla Serdar skrifar 3. júní 2016 10:17 Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun